„Landsmót er alltaf ævintýri“

Hressir strákar úr Klakki, skátafélaginu á Akureyri.
Hressir strákar úr Klakki, skátafélaginu á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Áætlað er að um 2.500 manns hafi mætt á fimmtudagskvöld að Úlfljótsvatni í Grafningi á hátíðarkvöldvöku á Landsmóti skáta.

Mótið hófst á föstudaginn í síðustu viku og síðan þá fjölgaði jafnt og þétt á svæðinu. Börn og ungmenni á aldrinum 10-18 ára voru áberandi stærstur hluti mótsgesta, sem komu frá um 18 þjóðlöndum.

Horft yfir tjaldsvæðin við Úlfljótsvatnið.
Horft yfir tjaldsvæðin við Úlfljótsvatnið. mbl.is/Sigurður Bogi

Íslendingar voru eðlilega mest áberandi á mótinu sem er þó í raun alþjóðlegt samfélag. Margir skátar til dæmis frá Hong Kong mættu á landsmót, en einnig fólk frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Úkraínu, Englandi, Wales og Lúxemborg svo nokkur lönd séu nefnd.

Einnig var á mótinu stór hópur frá Kanada og af því tilefni mætti kanadíski sendiherrann á Íslandi á svæðið á fimmtudag, sem og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

Kanadíska skátastúlkan lék listir sínar í bogfimi.
Kanadíska skátastúlkan lék listir sínar í bogfimi. mbl.is/Sigurður Bogi

Ævintýri og lærdómur

„Landsmót er alltaf ævintýri,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi Íslands. Hún var á Úlfljótsvatni alla mótsdagana og hafði þar að eigin sögn hvetjandi hlutverk.

„Í raun hefur hér verið myndað heilt samfélag í öllum sínum fjölbreytileika. Yfirskriftin er Ólíkir heimar og í anda þess eru hér fjölbreytt viðfangsefni og alls konar lærdómur.

Fólk úr ólíkri menningu og frá löndum alls staðar í veröldinni mætist hér og kynnist á jákvæðan máta. Þannig gerum við veröldina kannski friðvænlegri.“

Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi Íslands og Kolbrún Ósk Pétursdóttir mótsstjóri.
Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi Íslands og Kolbrún Ósk Pétursdóttir mótsstjóri. mbl.is/Sigurður Bogi

Flugnanet er þarfaþing

Mýflugan er áberandi nú við Úlfljótsvatn og flugnanet var þarfaþing mótsgesta. „Núna er hér skýjaloft og milt loft; fínt útivistarveður. Annars látum við skátar veðráttuna aldrei stoppa okkur. Mikilvægt inntak skátastarfs er að fólk þjálfist í seiglu, læri á aðstæður og geti bjargað sér,“ segir Kolbrún Ósk Pétursdóttir mótsstjóri.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út á fimmtudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að passa að sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Standsetning húsnæðis, endurbætur eða verslunarleiðangur fyrir heimilið kætir þig mjög.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að passa að sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Standsetning húsnæðis, endurbætur eða verslunarleiðangur fyrir heimilið kætir þig mjög.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir