Léku Ísland á litlum bar

Troy Sanders úr Mastodon á tónleikum í Valsheimilinu árið 2015.
Troy Sanders úr Mastodon á tónleikum í Valsheimilinu árið 2015. Mbls.is/Styrmir Kári

Íslandsvinirnir í bandaríska proggmálmbandinu Mastodon skutu óvænt upp kollinum á lítilli knæpu í Atlanta í Georgíuríki, Star Bar, á þriðjudagskvöldið og hlóðu í tónleika, gestum til ómældrar undrunar en um leið ánægju.

Meðal 13 laga sem fengu að hljóma var Ísland af breiðskífunni Leviathan frá 2004 en það fjallar einmitt, eins og nafnið bendir til, um lítið land á hjara veraldar, sem við þekkjum öll mætavel. Um var að ræða upphitun fyrir tónleikaferðalag sem hófst á föstudagskvöldið, þar sem 20 ára útgáfuafmæli Leviathan er fagnað. Annað málmsmetandi band er með í för, Lamb of God, en tímamótaplata þess, Ashes of the Wake, er einnig tvítug í ár.

Engir eymingjar sjá um að hita mannskapinn upp á túrnum, annars vegar sólóbandið hans Kerrys Kings og hins vegar Malevolence. Ganga má út frá a.m.k. 40 metrum á sekúndu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að passa að sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Standsetning húsnæðis, endurbætur eða verslunarleiðangur fyrir heimilið kætir þig mjög.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að passa að sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Standsetning húsnæðis, endurbætur eða verslunarleiðangur fyrir heimilið kætir þig mjög.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir