Stórstjörnur í Kaupmannahöfn

Bradley Cooper, Matt Damon, Jeremy Strong og Liam Hemsworth eru …
Bradley Cooper, Matt Damon, Jeremy Strong og Liam Hemsworth eru allir staddir í Kaupmannahöfn. Samsett mynd

Hollywood-leikararnir Bradley Cooper, Matt Damon og Jeremy Strong skemmtu sér konunglega í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á miðvikudag.

Leikararnir, sem allir eru stelpupabbar, eyddu megninu af deginum ásamt dætrum sínum í tívolígarðinum og fóru í fjölmörg tívolítæki. 

Eftir langan og skemmtilegan dag í tívolígarðinum, sem er þriðji elsti skemmtig­arður í heimi, kíktu leikararnir út á lífið í dönsku borginni og nutu kvöldverðar á einum vinsælasta veitingastað Kaupmannahafnar, The Alchemist. Þar bættist í hóp stórstjarna, en ástralski leikarinn Liam Hemsworth mætti til kvöldverðar ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni Gabriellu Brooks. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar