Margverðlaunuð Elvis eftirherma í Hörpu

Emilio Santoro er margverðlaunuð Elvis eftirherma. Hann mun stíga á …
Emilio Santoro er margverðlaunuð Elvis eftirherma. Hann mun stíga á svið í Hörpu í september. Ljósmynd/Aðsend

Aðdáendur Elvis Presley á Íslandi ættu að geta tekið gleði sína þegar skemmtikrafturinn Emilio Santoro stígur á svið í Hörpu þann 20. september.

Santoro er 21 árs en þrátt fyrir ungan aldur margverðlaunuð Elvis eftirherma. Árið 2022 fór Santoro með sigur af hólmi í European Elvis Championships í Birmingham á Englandi og hafði þar með sópað til sín öllum evrópsku titlunum sem í boði voru. Síðar sama ár vann hann „People’s Choice“ verðlaun í Kanada á Niagara Falls Elvis Festival áður en hann hreppti hinn eftirsótta titil „Images of the King Professional World Champion“ en þar með varð hann yngstur Evrópubúa til að vinna heimsmeistaratitil. Loks komst hann í úrslit America’s Got Talent sama ár. 

Næst á döfinni hjá Santoro er að keppa í úrslitum „The Ultimate Elvis Tribute Artist Contest“ sem haldið verður í næsta mánuði á Graceland-búgarðinum, heimili Presley í Memphis Tennessee. Þar keppa allir bestu Elvis-flytjendur heims.

Santoro mun troða upp með níu manna bandi, The Creoles, og túlkar Elvis á yngri árum.

„Ég er mjög spenntur að koma til Íslands í fyrsta sinn og svo auðvitað að vera að keppa um Ultimate Elvis-titilinn aðeins nokkrum vikum fyrr. Það verður mikill heiður að koma fram á Graceland á Elvis-vikunni 2024 – ég get ekki beðið eftir því og að fá svo að deila reynslu minni með Elvis-aðdáendum á Íslandi. Við munum örugglega hristast öll saman,“ segir Emilio Santoro.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum og enginn að hjálpa þér. Biddu um aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum og enginn að hjálpa þér. Biddu um aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup