„Samband okkar er tilfinningaríkt“

Ryan Reynolds og Hugh Jackman eru greinilega mestu mátar og …
Ryan Reynolds og Hugh Jackman eru greinilega mestu mátar og gerðu góðlátlegt grín hvor að öðrum. Ljósmynd/StillMoving.Net. The Walt Disney Company Limited

Út frá þessu öllu varð til tilfinningaþrungin kvikmynd með hjarta sem slær. Þegar allt kemur til alls þá er þetta kvikmynd um vináttu og ég held að tilfinningarnar í henni séu kannski það róttækasta við hana,“ segir leikstjórinn Shawn Levy um stórmyndina Deadpool & Wolverine sem var frumsýnd í gær. 

Morgunblaðinu bauðst að taka þátt í blaðamannafundi um kvikmyndina á dögunum. Fundurinn fór fram í London og voru hátt í tvö hundruð blaðamenn víðsvegar að úr heiminum viðstaddir ýmist í persónu eða í gegnum fjarfundarbúnað á netinu. Blaðamaður Morgunblaðsins tók þátt í gegnum netið og var fyrirkomulagið með þeim hætti að þátttakendur sendu inn spurningar sem öllum var frjálst að nota að vild.

Það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað, bæði í raun- og netheimum, þegar stórstjörnurnar stigu á svið.

Auk Ryans Reynolds og Hugh Jackman, sem fara með hlutverk ofurhetjanna Deadpool og Wolverine, voru mætt þau Emma Corrin, sem leikur nýju ofurhetjuna Cassandra Nova, Rob Deleaney, sem fer með hlutverk Peters, leikstjórinn Shawn Levy og framleiðandinn Wendy Jacobson. Hundurinn Peggy, sem leikur ofurhetjuna Dogpool, steig síðan á svið í faðmi Reynolds og vakti nærvera hans á fundinum mikla lukku.

Um 200 blaðamenn víðs vegar að mættu á fundinn sem …
Um 200 blaðamenn víðs vegar að mættu á fundinn sem haldinn var í London. Einnig bauðst að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Ljósmynd/StillMoving.Net. The Walt Disney Company Limited

Blankur í leikhúsinu

Í kvikmyndinni takast sprelligosinn Deadpool og ofurhetjan Wolverine saman á við hið gríðarstóra verkefni að bjarga heiminum. Jackman, sem áður hafði lýst því yfir að hann myndi ekki snúa aftur á skjáinn sem Wolverine var spurður að því hvað hafi fengið hann til að skipta um skoðun.

Hann svaraði hlæjandi: „Ég var blankur. Ég var að vinna í leikhúsinu.“

Þá talaði Jackman um það að í kvikmyndinni hafi hann fengið tækifæri til að kanna áður óþekktar hliðar á sögupersónunni Wolverine.

„Ég hef leikið hlutverk Wolverine í meira en 25 ár og get sagt í hreinskilni að handritið að þessari mynd er geggjað. Wolverine flytur til dæmis einræðu þar sem hann segir fleiri orð en hann hefur áður sagt í heilli mynd, eða eitthvað þvíumlíkt. Og í handritinu koma fram alls konar eiginleikar sögupersónunnar sem ég hef reynt að nálgast í fyrri myndum en það hefur aldrei tekist. Ryan og Shawn hitta naglann alveg á höfuðið og það er magnað. Aðdáendur munu fá að sjá nýja hlið á Wolverine.“

Hundurinn Peggy, sem leikur Dogpool, svaf vært meðan á fundinum …
Hundurinn Peggy, sem leikur Dogpool, svaf vært meðan á fundinum stóð. AFP/Justin Tallis

Þetta er trúðaleikur

Á meðal þess sem Reynolds var spurður að var hvort það væri mikil áskorun að leika tjáningarríkt hlutverk íklæddur galla og andlitsgrímu.

„Í hreinskilni sagt þá er þetta trúðaleikur,“ svarar hann. „Andlitið er falið á bak við grímu og þess vegna verður maður að tjá sig á allt annan hátt en maður er vanur að gera. Röddin og líkaminn vinna þannig megnið af vinnunni og hver einasta hreyfing fær aukna merkingu. Mér finnst ég samt aldrei frjálsari en þegar ég er með grímuna. Ég elska það.“ 

Viðtalið í heild sinni má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag, fimmtudag.

Hugh Jackman og Emma Corrin.
Hugh Jackman og Emma Corrin. Ljósmynd/StillMoving.Net. The Walt Disney Company Limited
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum og enginn að hjálpa þér. Biddu um aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum og enginn að hjálpa þér. Biddu um aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup