Syngur um gleðivímu Hinsegin daga

„Ég fór á mitt fyrst Pride og þá endaði Pride …
„Ég fór á mitt fyrst Pride og þá endaði Pride gangan alltaf á Arnarhóli þess vegna fannst mér þetta brilliant hugmynd,“ segir Margrét Ljósmynd/Strik Studio

Gleðivíma er lag Hinsegin daga 2024. Þetta er fyrsta lagið sem Margrét Rán Magnúsdóttir gefur út undir nafninu RÁN sem er sólóverkefni sem hún er nýfarin af stað með og með henni í laginu er Páll Óskar Hjálmtýsson.

„Ástæðan fyrir því að ég fékk Palla með mér í þetta var konseptið af laginu, textinn er svolítið um mig að fara í fortíðina þegar ég fór fyrst á Pride og þetta var svo mikil gleðisprengja,“ segir Margét í samtali við mbl.is. Þegar hún sótti hátíðina fyrst var Palli nýbúinn að gefa út lagið International sem var mjög vinsælt á þeim tíma.

„Þetta var rosa mikið Pride-lag þessa árs og þetta er svolítið svona „my coming out“ lag þannig að ég bara svona: „Ómægod það væri svo geðveikt að fá Pál Óskar,“ til að taka þetta svona í heilan hring.

Margrét heyrði þá í Páli Óskari sem var heldur betur til. „Hann er bara æðislegur, hann er ótrúlega skemmtilegur, svo gaman að vinna með honum, ég væri alveg klárlega til í að gera eitthvað annað lag sem við myndum kannski bara gera frá grunni saman,“ segir hún.

Fjallar um eigin reynslu af Pride

Margrét útskýrir að lagið „Gleðivíma“ sé um frelsandi upplifun hennar á fyrsta Pride-hátíðinni sem hún sótti. „Ég er að tala um hversu frelsandi það einhvern vegin var fyrir mig, þegar ég var fimmtán ára að koma á Pride. Það var svo mikilvægt fyrir mig þarna, til þess að sjá bara, heyrðu já, hérna á ég heima, þetta er öryggisnetið sem að er að fara grípa mig, hérna er fólk eins og ég,“ segir hún.

Henni langar að koma til skila gleðinni, hvað það er að fá að tilheyra einhverju og hvað það er ótrúlega slítandi að þurfa að fela sig á bakvið grímu. „Það er ömurlegt að ekki vera þú sjálfur. Kannski ef þú kíkir á Pride, þá sérðu ljósið,“ segir Margrét.

Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Langar að vera aðalkokkurinn

Margrét útskýrir að þrátt fyrir að hafa lengi haft draum um sólóferil, hafi þurft sérstaka hvata til að láta drauminn verða að veruleika. „Ég var beðin um að gera þetta lag, og svo dó umboðsmaðurinn minn í fyrra, sem var mikil áminning um hversu stutt og óútreiknanlegt lífið getur verið,“ segir Margrét.

„Þegar Alexander Aron, frá stjórn Hinsegin daga, heyrði í mér, þá var ég bara eitthvað: „Okei, núna er ég komin með, þetta er minn tími, nú hendi ég í þetta sólóverkefni sem mig hefur lengi langað til að gera“,“ segir hún.

Margrét útskýrir að nóg sé um að vera hjá Vök og GusGus, þá hafi hana langað til að skapa tónlist þar sem hún væri aðal kokkurinn í eldhúsinu. „Þegar maður er í hljómsveit þá eru allir með sitt að segja og lögin taka oft miklum breytingum.

Mig langar að fá að gera fjölbreytta tónlist og eftir að ég byrjaði í GusGus hef ég orðið ótrúlega hrifin af danstónlist. Ég ætla að byrja á því að leggja áherslu á danstónlist í þessu verkefni,“ segir hún.

Á Arnarhóli

„Þetta bilaðislega flotta 3D artwork er unnið af Jakobi Hermannssyni frá Strik studio og myndin tekin af hæfileikaríku Elísabetu Blöndal,“ segir hún um myndina sem fylgir laginu. Myndin er unnin útfrá styttunni af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli.

„Ég fór á mitt fyrst Pride og þá endaði Pride gangan alltaf á Arnarhóli þess vegna fannst mér þetta brilliant hugmynd. Ég var alltaf að sjá fyrir mér mig í einhverskonar brynju með fánan en hvernig skyldi ég útfæra það? Svo ég fékk þetta hæfileikaríka teymi með í lið og útkoman er sturluð,“ segir Margrét.

Tónlistin bara helmingurinn

Margrét lýsir því hvernig hún hefur lært mikið af reynslunni sinni með hljómsveitunum GusGus og Vök. „Það er rosalega mikið af hlutum sem gerast á bakvið tjöldin, sem að fólk hefur enga hugmynd um,“ segir hún. Hún hefur fengið að reyna á eigin skinni hversu mikilvægt er að koma vel fram og byggja upp góð tengsl við annað fólk. „Tónlistin er bara svona 40-50% af því sem þú gerir,“ bætir hún við og nefnir samfélagsmiðla, viðtöl, og myndatökur sem hluti af því sem liggur að baki.

Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Margrét sér sólóverkefnið sitt sem „go with the flow“ verkefni, þar sem hún ætlar sér að láta hlutina þróast náttúrulega. „Draumurinn núna er að ná að vera sýnileg á Íslandi, ná einhverju flugi á Íslandi og svo væri náttúrulega draumurinn að geta farið eitthvað með það út,“ segir hún. Hún hlakkar til að vinna með ýmsum listamönnum, bæði íslenskum og erlendum.

Fyrsta sinn á Þjóðhátíð

Með þessu öllu saman er Margrét einnig nýbúin að eignast sitt fyrsta barn sem hún segir að hafi gengið vel. „Ég er samt alveg að setja dálítið álag á hina móðurina,“ viðurkennir hún, en bætir við að þær nái að halda jafnvægi. Hún finnur þó fyrir því að þörfin fyrir að skapa sé sterk. „Þetta er svolítið eins og að anda, maður þarf einhvern vegin að losa um þessa sköpunargleði.“

Nú stendur til að gefa út nýtt lag á föstudaginn, sem hún mun flytja á Hinsegin dögum í Hljómskálagarðinum og á opnunarhátíðinni. Hún mun einnig spila með GusGus á þjóðhátíð og með Vök á Innipúkanum á sunnudaginn. „Ég ætla að gefa út meiri tónlist með RÁN, núna í haust, vetur,“ segir hún og nefnir einnig að vinna sé hafin að nýrri plötu með GusGus.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmenn þínir taka mark á því sem þú hefur fram að færa í dag. Tilfinningar þínar til makans eru sterkari en nokkru sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmenn þínir taka mark á því sem þú hefur fram að færa í dag. Tilfinningar þínar til makans eru sterkari en nokkru sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup