Timberlake vill fá ákæru fyrir ölvunarakstur fellda niður

Mynd sem lögreglan í Sag Harbor birti af Justin Timberlake …
Mynd sem lögreglan í Sag Harbor birti af Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn í júní. AFP

Lögmaður bandaríska tónlistarmannsins og leikarans Justins Timberlakes hefur beðið dómara að vísa frá ákæru á hendur Timberlake fyrir ölvunarakstur á þeirri forsendu að söngvarinn hafi ekki verið ölvaður þegar hann var handtekinn í New York ríki í júní. 

Lögregla stöðvaði Timberlake í bænum Sag Harbor, um 160 km austur af New York borg þann 18. júní á þeirri forsendu að hann hefði ekki virt stöðvunarskyldu og bíll hans rásaði milli akreina.

Timberlake, sem er 43 ára, var á leið til vinar síns eftir að hafa snætt kvöldverð á veitingahúsi í bænum. Hann var handtekinn, grunaður um ölvunarakstur.

Timberlake, sem er á tónleikaferð í Evrópu að fylgja eftir plötu sinni Everything I Thought It Was, var ekki viðstaddur réttarhaldið í New York í kvöld. Dómarinn fyrirskipaði, að Timberlake skuli koma fyrir réttinn 2. ágúst næstkomandi en hann má gera það gegnum netið.

Carl Irace dómari féllst á að skoða kröfu lögmannsins, sem krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi þar sem ákærunni væri ábótavant.

„Lögreglan gerði mörg mistök í þessu máli,“ sagði Edward Burke, lögmaður Timberlakes, í yfirlýsingu. „Mikilvægasta staðreyndin í þessu máli er að Justin var ekki drukkinn og hefði ekki átt að vera handtekinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar