Rúnar Rúnarsson, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Ljósbrot, hlaut í gær verðlaun fyrir bestu leikstjórnina á Evrópsku kvikmyndahátíðinni sem fer nú fram í Serbíu.
Formaður dómnefndar, Bettina Broekemper, afhenti verðlaunin þar sem hún lofaði myndina og hrósaði Rúnari fyrir leikstjórnina.
Ljósbrot var opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda í fimm mínútur á eftir.
Um myndina segir í tilkynningu að Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu. Hefst þá rússíbanareið tilfinninga þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar verða stundum óskýr.
Myndin fer í almennar sýningar 28. ágúst.