Anton Sveinn sýnir umdeilda ólympíurúmið

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee gefur innlit í herbergið sitt á …
Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee gefur innlit í herbergið sitt á Ólympíuleikunum í París. Samsett mynd

Rúmin sem að keppendur á Ólympíuleikunum sofa í hafa verið mjög umdeild allt frá því þau komu fyrst fram á sjónarsviðið á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021. Sagt er að rúmin séu gerð úr pappa til þess að koma í veg fyrir mikið kynsvall á leikunum. Rúmin eru þó einstaklega umhverfisvæn sem kemur sér vel þegar þarf að farga þeim eftir að um 10.500 keppendur yfirgefa Ólympíuþorpið að leikum loknum. 

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, sem keppir nú á sínum fjórðu leikum, og íslenska liðið hefur nú þegar dvalið í Ólympíuþorpinu í um viku en Anton gaf innsýn í herbergið sitt á samfélagsmiðlum. Þar sýndi hann fylgjendum sínum meðal annars umdeilda Ólympíurúmið. Anton Sveinn virtist velkunnugur papparúminu en hann svaf í sams konar rúmi þegar hann keppti í Tókýó.  

Rúmin hafa einnig umhverfisvæna svampdýnu.
Rúmin hafa einnig umhverfisvæna svampdýnu. Skjáskot/Instagram

Fjölmörg myndbönd um rúmin hafa birst á samfélagsmiðlasíðum keppenda undanfarna daga. Írski fimleikamaðurinn Rhys McClenaghan er einn þeirra sem birti myndband á TikTok þar sem hann afsannaði að rúmin bæru ekki þunga. 

@rhysmcc1

Paris Olympics “Anti-sex beds” debunked (again)

♬ original sound - Rhys Mcclenaghan

Samkvæmt fréttamiðlinum AP heldur Ólympíunefndin því fram að rúmin eigi að þola allt að 200 kíló sem ætti að henta líkamsþyngd allra keppenda á leikunum. Hún staðfestir einnig að meginástæða papparúmana sé endurvinnanlegur kostur þeirra. 

@suzannemoroney Olympic Cardboard Beds: Surprisingly Comfortable! At the Paris 2024 Olympics, we all sleep on cardboard beds. They may not sound comfortable, but with four firmness options, they offer a surprisingly good night's rest. #parisolympics ♬ Little Things - Adrian Berenguer
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup