Lady Gaga ýjar að trúlofun

Tónlistarkona Lady Gaga kynnti Michael Polansky sem unnusat sinn.
Tónlistarkona Lady Gaga kynnti Michael Polansky sem unnusat sinn. Samsett mynd

Söng- og leikkonan Lady Gaga kallaði kærasta sinn, viðskiptamanninn Michael Polansky, unnusta sinn á meðan hún fylgdist með sundkeppni á Ólympíuleikunum í París í gær. 

„Þetta er unnusti minn Michael,“ sagði hún við forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlinum TikTok. 

Hún kynnti sinn heittelskaða þegar forsætisráðherrann hrósaði Gaga fyrir stórkostlegt söngatriði á opnunarhátíð Ólympíuleikana sem fór fram á föstudag. 

Gaga hefur enn ekki staðfest það opinberlega hvort að þau Polansky eru trúlofuð.  

Sögusagnir um að Gaga sé trúlofuð hafa verið háværar síðan hún sást skarta hring með stórum demanti í apríl síðastliðnum. Hún og Polansky hafa verið saman frá árinu 2019 og haldið sambandi sínu að mestu frá sviðsljósinu. Í viðtali árið 2021 lýsti hún því hversu yfir sig ástfangin hún væri af Polansky og kallaði hann „allt lífið sitt“.

Söngkonan var áður trúlofuð leikaranum Taylor Kinney á árunum 2015 til 2016. Síðar trúlofaðist hún umboðsmanninum Christian Carino en þau hættu saman árið 2019. 

Page six

@gabriel_attal

Thank you Lady Gaga for your stunning performance at the opening ceremony. It was breathtaking. 🤩🫶

♬ son original - Gabriel Attal
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar