Ben Affleck hefur fest kaup á glæsivillu

Ben Affleck er sagður hafa staðfest skilnaðinn með kaupum á …
Ben Affleck er sagður hafa staðfest skilnaðinn með kaupum á eigninni. AFP

Bandaríski leikarinn Ben Affleck hefur fest kaup á nýrri glæsivillu í Pacific Palisades-hverfinu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Greiddi Affleck alls ríflega 20 milljónir bandaríkjadala fyrir eignina eða því sem nemur þremur milljörðum íslenskra króna. 

Affleck og Jennifer Lopez settu glæsilegt einbýlishús sitt í Beverly Hills á sölu fyrr í mánuðinum. Hjónin, sem eru sögð standa í skilnaði, festu kaup á glæsihýsinu snemma á síðasta ári. Húsið er verðlagt á 68 milljónir bandaríkjadala og er enn á sölu. 

Nýja heimili Afflecks hefur að geyma fimm svefnherbergi, sex baðherbergi, stórt og bjart eldhús, rúmgóða stofu og glæsilegt útisvæði. 

Húsið var áður í eigu ástralska viðskiptajöfursins Davids Calvert-Jones og eiginkonu hans, Karinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar