„Efinn getur verið fínn“

„Efinn getur verið fínn ef maður notar hann,“ segir Haraldur Ari Stefánsson leikari og tónlistarmaður. Efinn og óttinn þýði bara að manni standi ekki á sama og að framkoman skipti mann máli. Lykillinn sé þó að láta slíkar hugsanir ekki heltaka sig af því að þá geti það verið lamandi.

Haraldur Ari hefur í gegnum árin látið til sín taka í leikhúsinu og á hvíta tjaldinu. Þá er hann meðlimur í hinni geysivinsælu hjómsveit Retro Stefson sem fyrir skömmu tilkynntu endurkomutónleika í desember.

Í Dagmálum í dag ræðir hann við Kristínu Sif Björgvinsdóttur útvarpskonu um ferilinn og listina sem er í blóðinu hjá honum en faðir hans Stefán Jónsson er leikari og leikstjóri og móðir hans Agnes­ Amal­ía Kristjóns­dótt­ir sem hefur starfað í fjöl­miðlum og  sem söng­kona.

Ný tónlist

Hér að neðan má heyra nýtt lag sem Haraldur Ari gaf út á dögunum ásamt Unnsteini Manuel í Retro Stefsson. En hann vinnur nú í tónlist sem hann stefnir á að gefa út undir eigin nafni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir