„Efinn getur verið fínn“

„Efinn getur verið fínn ef maður notar hann,“ segir Haraldur Ari Stefánsson leikari og tónlistarmaður. Efinn og óttinn þýði bara að manni standi ekki á sama og að framkoman skipti mann máli. Lykillinn sé þó að láta slíkar hugsanir ekki heltaka sig af því að þá geti það verið lamandi.

Haraldur Ari hefur í gegnum árin látið til sín taka í leikhúsinu og á hvíta tjaldinu. Þá er hann meðlimur í hinni geysivinsælu hjómsveit Retro Stefson sem fyrir skömmu tilkynntu endurkomutónleika í desember.

Í Dagmálum í dag ræðir hann við Kristínu Sif Björgvinsdóttur útvarpskonu um ferilinn og listina sem er í blóðinu hjá honum en faðir hans Stefán Jónsson er leikari og leikstjóri og móðir hans Agnes­ Amal­ía Kristjóns­dótt­ir sem hefur starfað í fjöl­miðlum og  sem söng­kona.

Ný tónlist

Hér að neðan má heyra nýtt lag sem Haraldur Ari gaf út á dögunum ásamt Unnsteini Manuel í Retro Stefsson. En hann vinnur nú í tónlist sem hann stefnir á að gefa út undir eigin nafni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að byrgja allar tilfinningar innra með sér. Reyndu að hjálpa þeim sem þannig eru að opna sig. Að hafa báða fætur á jörðunni er eitthvað sem er eftirsóknarvert.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að byrgja allar tilfinningar innra með sér. Reyndu að hjálpa þeim sem þannig eru að opna sig. Að hafa báða fætur á jörðunni er eitthvað sem er eftirsóknarvert.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir