Hver er besta Trump-eftirherman?

Taran Killam og Darrel Hammond stældu Donald Trump árið 2015 …
Taran Killam og Darrel Hammond stældu Donald Trump árið 2015 þegar fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn gestastýrði Saturday Night Live. Skjáskot/Youtube

Í gegnum árin hafa ófáir skellt á sig hárkollu, lófafylli af brúnkukremi og rauðu bindi til að stæla útlit og háttalag eins umtalaðasta og umdeildasta manns í heimi, Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaefni Repúblikanaflokksins. 

Mörgum hefur mistekist stórlega en þó nokkrir hafa slegið í gegn með snilldarlegum eftirhermum sínum. 

Hér má sjá nokkrar af þeim bestu: 

Alec Baldwin

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin er vel þekktur fyrir hæfileika sína sem leikari og eftirherma.

Baldwin vakti mikla athygli þegar hann byrjaði að stæla Donald Trump í þáttunum Saturday Night Live stuttu eftir að Trump hóf fyrri kosningabaráttu sína. Leikarinn hlaut Emmy-verðlaun fyrir túlkun sína á fyrrverandi Bandaríkjaforsetanum árið 2017 enda afbragðsgóð eftirherma.

Thomas Mundy

Byggingaverkamaðurinn Thomas Mundy stældi Donald Trump í breska morgunþættinum Good Morning Britain árið 2017 og tókst mjög vel til. Hann fékk sjónvarpsmanninn Piers Morgan til að skella upp úr í beinni útsendingu.

„Junior Trump“

Ungur Bandaríkjamaður kætti netverja þegar hann klæddi sig upp sem Donald Trump á hrekkjavöku á síðasta ári. Myndskeið af honum fór eins og eldur í sinu um netheima. 

@drive2succeednow Junior Trump & Hillary: Tiny Leaders in Training. Like our content? Follow us 👉🏼 @drive2succeednow "Welcome to a hilarious and imaginative world where our talented kids take on the roles of two iconic political figures, Donald Trump and Hillary Clinton! Watch as they channel their inner politicians, complete with signature gestures and catchphrases, in this entertaining and light-hearted imitation. In this video, our young stars bring their unique charm and creativity to the forefront as they playfully mimic the distinct personalities of Trump and Clinton. From Trump's characteristic hand movements to Hillary's memorable pantsuit fashion, these kids leave no detail untouched. Join us for a dose of laughter and creativity as we witness the next generation of budding impersonators. It's all in good fun, and their innocence and enthusiasm are sure to put a smile on your face. Don't forget to like, share, and subscribe for more fun and imaginative content from our talented young performers! Who knows, they might just be the future leaders of our world!" #minitrump #tinyhillary #kidimitations #littlepoliticions #kidsincharacter #impersonationfun #miniature #kidstars #playfulimitations #imitatethebest #youngtalent #kidsdressup #politicalplaytime #imitateforlaughs #creativekids #roleplayfun #miniaturepresidents #futureleaders #kidsentertaiment #laughoutloud ♬ original sound - drive2succeednow

Darrel Hammond

Darrel Hammond var meðlimur Saturday Night Live á árunum 1995 til 2009. Hann er eftirherma á heimsmælikvarða og ein þekktasta Trump-eftirherma í heimi. Hammond stældi Trump, við hlið hans, þegar fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn gestastýrði þættinum árið 2015.

 Matt Friend

Matt Friend

Matt Friend er ein besta eftirherma í heimi. Hann stælir gjarnan Donald Trump og fór með gamanmál, sem Trump, á árlegum kvöldverði Samtaka fréttamanna Hvíta hússins fyrr á árinu. 

James Austin Johnson

Bandaríski grínistinn James Austin Johnson gekk til liðs við Saturday Night Live árið 2021 og sló í gegn með sláandi eftirhermum sínum af þekktum stjórnmálamönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Áhyggjur naga þig og það truflar þig. Þú hefur náð langt í sjálfsræktinni, haltu áfram á þeirri braut.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Áhyggjur naga þig og það truflar þig. Þú hefur náð langt í sjálfsræktinni, haltu áfram á þeirri braut.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir