Sonur Jolie og Pitt slasaðist í umferðarslysi

Angelina Jolie og Pax Thien Jolie.
Angelina Jolie og Pax Thien Jolie. Frazer Harrison

Pax Thien Jolie, sonur fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa hlotið höfuðáverka í umferðarslysi.

Pax, sem er tvítugur að aldri, ók rafskútu sinni, án hjálms, aftan á bíl á Los Feliz Boulevard síðla dags í gær.

Betur fór en á horfðist en að sögn lögreglu var Pax með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Hann kvartaði undan verk í höfði og á mjöðm.

Læknar segja hann á góðum batavegi og búast við því að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.

Pax er næstelsta barn Jolie og Pitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir