Aftur í örmum fyrrum húshjálpar

Söngkonan Britney Spears.
Söngkonan Britney Spears. AFP/Valerie Macon

Söng­kon­an Brit­hey Spe­ars er byrjuð aft­ur með fyrr­ver­andi kær­asta sín­um Paul Rich­ard Soliz, fyrr­um hús­hjálp Spe­ars, aðeins um viku eft­ir að hún til­kynnti um að hún væri ein­hleyp. 

Soliz á að baki fjöl­mörg af­brot.

Stuttu eft­ir skilnað Spe­ars og leik­ar­ans Sam Asghari í ág­úst 2023, varð söng­kon­an ást­fang­in af Soliz sem þá starfaði sem hús­hjálp í glæsi­villu henn­ar.

Sam­kvæmt fjöl­miðlin­um Daily Mail sáust Brit­ney og Soliz úti að borða róm­an­tísk­an kvöld­verð sam­an í Mali­bu í Kali­forn­íu á þriðju­dag.

Spe­ars hafði hætt með Soliz í byrj­un júní síðastliðinn vegna þess að henni fannst hann vera að nota sig fyr­ir glæsi­lega lífs­stíl­inn henn­ar. 

Heim­ild­armaður seg­ir að fjöl­skylda og vin­ir Spe­ars hafi verið feg­in þegar söng­kon­an hætti með Soliz eft­ir storma­samt sam­band. 

Skoðuðu ekki saka­vott­orð við ráðningu

Heim­ild­armaður­inn bæt­ir við að Soliz var á sín­um tíma ráðinn án þess að saka­vott­orð hans var at­hugað. Eft­ir að hann fór að sýna slæma hegðun kom í ljós að hann hefði verið kærður fyr­ir fjöl­mörg af­brot, þar á meðal ólög­lega eign skot­vopna.

Versti tími sam­bands þeirra var í maí. Þá rif­ust þau svo heift­ar­lega að Spe­ars slasaðist á ökkla. Á sam­fé­lags­miðlum kom Spe­ars með þá af­sök­un að hún hafi aðeins verið að klauf­ast heima í stof­unni og dottið.

„Ég datt, varð vand­ræðaleg og það er allt sem gerðist,“ skrifaði Spe­ars á sam­fé­lags­miðlum sín­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Reyndu að nálgast verkefni þín í vinnunni með skipulögðum hætti. Sinntu þínu starfi af kostgæfni og þegar starfsdeginum er lokið máttu láta hugann reika.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Reyndu að nálgast verkefni þín í vinnunni með skipulögðum hætti. Sinntu þínu starfi af kostgæfni og þegar starfsdeginum er lokið máttu láta hugann reika.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell