Gerði fimleikaæfingar á eldhúsgólfinu

Þessi fær gullið!
Þessi fær gullið! Samsett mynd

Breanne Allarie, kanadísk móðir og samfélagsmiðlastjarna, gerði allt vitlaust á Instagram nýverið þegar hún birti örstutt myndskeið af sér að gera fimleikaæfingar á eldhúsgólfinu. 

Í tilefni Ólympíuleikana ákvað Allarie að meta eigin getu, þrek, þol og sveigjanleika til að sjá hvar hún stæði í samanburði við keppendur á leikunum.

Til þess klæddi hún sig í svartan sundbol, skellti tveimur púðum á gólfið og reyndi við þó nokkrar gólfæfingar. Allarie stóð sig með prýði. 

Myndskeiðið sló rækilega í gegn á Instagram og hefur hlotið ríflega eina milljón áhorf á örfáum dögum. Yfir 24.000 manns hafa hrósað Allerie fyrir frammistöðu hennar í athugasemdarkerfinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir