Sögð vera byrjuð saman á ný

Shawn Mendes og Camila Cabello á Met Gala-hátíðinni árið 2021.
Shawn Mendes og Camila Cabello á Met Gala-hátíðinni árið 2021. AFP/ Angela Weiss

Tónlistarstjörnurnar Shawn Mendes og Camila Cabello eru sagðar hafa kynt undir ástareldinum enn og aftur. Parið hefur átt í haltu mér slepptu mér sambandi frá árinu 2019.

Orðrómur um endurfundi Mendes og Cabello fór af stað í byrjun júlímánaðar en þá sást til þeirra saman á úrslitaleik Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu. Þau létu vel að hvort öðru á meðan leiknum stóð og sáust spjalla saman og hlæja.

Mendes og Cabello hættu fyrst saman árið 2021. Þau tóku saman í apríl á síðasta ári en það samband entist aðeins í örfáar vikur. Í millitíðinni er Mendes sagður hafa slegið sér upp með söngkonunni Sabrinu Carpenter, kírópraktornum Jocelyn Miranda og sjónvarpskonunni Charlie Travers.

„Af eða á“ sambandið tekur á

Þó virðist sem Mendes og Cabello geti ómögulega sleppt takinu á hvort öðru. 

Þetta „af eða á“ samband þeirra virðist þó vera að taka mikið á andlega heilsu Cabello en hún birti mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hún lá uppgefin í rúminu sínu. 

„Ég fæ sting í hjartað hvert sem ég horfi. Ég reyni mitt besta að vera til staðar fyrir vini mína, aðdáendur og fólkið sem veitir mér styrk en það er erfitt þegar glasið þitt er tómt,“ segir Cabello.

Page six

View this post on Instagram

A post shared by camila (@camila_cabello)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir