Timberlake sviptur ökuréttindum

Mynd sem lögreglan í Sag Harbor birti af Justin Timberlake …
Mynd sem lögreglan í Sag Harbor birti af Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn í júní. AFP

Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur verið sviptur ökuréttindum í New York-ríki fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Timberlake neitaði sök í júní og hélt því fram að hann hefði ekki verið ölvaður undir stýri.

Söngvarinn var handtekinn 18. júní en hann hafði þá ekki virt stöðvunarskyldu og bíll hans rásað á milli akreina. Seinna í mánuðinum óskaði lögmaður hans eftir frávísun ákæru á hendur Timberlake fyrir ölvunarakstur á þeirri forsendu að söngvarinn hefði ekki verið ölvaður við handtöku.

Ótímabundin svipting ökuréttinda

BBC greinir frá því að í gær hafi Timberlake mætt fyrir dómi í gegnum fjarbúnað og talað tvisvar við réttarhöldin. Þá hafi hann í bæði skipti svarað spurningum dómara játandi. Úrskurður dómara hafi því verið að svipta hann ökuréttindum ótímabundið.

Timberlake er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Evrópu að fylgja eftir plötu sinni, Everything I Thought It Was, og var því ekki viðstaddur fyrstu réttarhöld vegna málsins í júní. Dómarinn Carl Irace fyrirskipaði þá að hann myndi mæta á réttarhöld gærdagsins en leyfði honum að mæta í gegnum fjarbúnað.

Lögmaðurinn Timberlake ávítaður

Irace gagnrýndi í gær háttsemi lögmanns Timberlake, Edward Burke, er kemur að réttarhöldunum en hann hefur verið ófeiminn við að tjá sig um málið við fjölmiðla. Irace tók fram við réttarhöld gærdagsins að ummæli Burke hefðu verið „óábyrg.“

„Þau virðast vera tilraun til að grafa undan málinu áður en það einu sinni hefst,“ er haft eftir Irace en Burke tjáði fjölmiðlum í síðustu viku að lögregla hefði gert „fjölmörg stórkostleg mistök“ við meðferð málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan