Áður en ég dey!

​Wattie Buchan í essinu sínu.
​Wattie Buchan í essinu sínu. ​Wikimedia/Markus Felix

Wattie Buchan, forsprakki The Exploited, lýsir því yfir í samtali við serbneska miðilinn Agoraphobic News, að hann vilji gefa út nýja plötu áður en hann segir skilið við þessa jarðvist eða leysir þetta gamalgróna breska pönkband upp í frumeindir sínar. 

„Þannig að á næstu tveimur árum vonast ég til að gera plötu, það er klárt, það er klárt,“ segir Buchan sem glímt hefur við hjartveiki og vanheilsu af öðru tagi undanfarinn áratug eða svo. „Ég hef samið fullt af lögum en ég geri aldrei neitt nema að það sé 100%. Þessi þarf að vera 100% betri en sú síðasta.“

Síðasta plata Exploited, Fuck the System, kom út 2003 en bandið var stofnað í Edinborg 1978. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir