Öðruvísi stemning á skemmtistaðnum

Margrét Erla Maack fer með skemmtanastjórn og Magnea Kristín Fredriksen …
Margrét Erla Maack fer með skemmtanastjórn og Magnea Kristín Fredriksen með rekstrarstjórn á skemmtistaðnum 22. Ljósmynd/Elvar Þór Baxter

Þær Margrét Erla Maack og Magnea Kristín Fredriksen hafa endurvakið einn langlífasta skemmtistað borgarinnar en þær segja að lengi hafi vantað hinsegin skemmtistað í rólegri kantinum á Íslandi.

Eig­enda­skipti urðu á Kiki í júlí en þá tók Magnea við sem rekstr­ar­stjóri og Mar­grét sem skemmt­ana­stjóri, en 22 er samrekinn Kiki og opnaði dyrnar fyrir tæpum hálfum mánuði. Það var þó ekki í fyrsta skipti sem 22 er opnaður á Laugavegi 22, en skemmtistaðurinn var þar á árunum 1988 til 2006.

Róleg stemning í öruggu umhverfi

Margrét lýsir því að hafa viljað breyta rekstrinum á Laugavegi 22 þegar þær Magnea tóku við. Hún hafi heyrt að Kiki væri frábær staður en að það vantaði rólegan skemmtistað fyrir hinsegin fólk í íslenskt skemmtanalíf.

„Stundum langar mig bara að fara í kaffibolla að kvöldi en mig langar samt að vera í hinsegin umhverfi eða kannski langar mig að fara út að skemmta mér en ég ætla svo kannski bara að fara á trúnó,“ segir hún.

Magnea tekur undir með Margréti, en hún segir sig lengi hafa dreymt um að opna kaffihús eða bar fyrir hinsegin samfélagið. 

„Það er alltaf gott að bæta við stöðum sem eru með ákveðið öryggi og það er bara rosalega spennandi að hinsegin samfélagið geti komið saman – ekki bara á Kiki, heldur líka bara í kaffi eða bjór,“ segir Magnea.

Skemmtistaðurinn 22 er á Laugavegi 22, á horni Klapparstígs og …
Skemmtistaðurinn 22 er á Laugavegi 22, á horni Klapparstígs og Laugavegs. Ljósmynd/Elvar Þór Baxter

„Við viljum gera stað fyrir fólkið“

Hinsegin dagar fara fram í þessari viku með tilheyrandi hátíðarhöldum og segir Margrét að 22 verði einskonar griðastaður fyrir hátíðargesti.

„Við erum í rauninni einn af fáum stöðum sem er ekki með prógramm, því að stundum vill fólk bara hvíla sig,“ segir hún en bætir við að þegar tekur að hausta verði ýmislegt skemmtilegt á dagskrá 22, meðal annars bíókvöld, pöbbkviss og ljóðakvöld.

Eins og er lokar 22 klukkan eitt eftir miðnætti en Margrét segir að þær Magnea séu ekki enn búnar að ákveða endanlegan opnunartíma.

„Við höfum leyfi til að hafa opið alveg rosalega lengi en við erum bara aðeins að læra á okkar hóp því við viljum gera stað fyrir fólkið,“ segir hún.

Hinsegin skemmtistaðurinn Kiki er einstaklega litríkur.
Hinsegin skemmtistaðurinn Kiki er einstaklega litríkur. Ljósmynd/Elvar Þór Baxter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur einbeitt þér um of að andlegri líðan þinni og um leið vanrækt líkamann. Gerðu eitthvað í því. Sígandi lukka er best.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Camilla Läckberg
5
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur einbeitt þér um of að andlegri líðan þinni og um leið vanrækt líkamann. Gerðu eitthvað í því. Sígandi lukka er best.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Camilla Läckberg
5
Eva Björg Ægisdóttir