Ari Ólafsson hreppti draumahlutverkið

Ari Ólafsson verður á faraldsfæti næstu mánuði.
Ari Ólafsson verður á faraldsfæti næstu mánuði. Skjáskot/Instagram

Ari Ólafsson, söngvari og Eurovision-fari, mun fara með hlutverk í alþjóðlegri farandsýningu The Phantom of the Opera.

Söngvarinn greindi frá gleðitíðindunum á Facebook-síðu sinni fyrr í dag og birti þar ljósmynd af grímu Óperudraugsins. Hlutverkið er frumraun Ara í söngleik á atvinnuleiksviði.

„Það gleður mig að tilkynna að ég mun þreyta frumraun mína á atvinnuleiksviði í alþjóðlegri farandsýningu söngleiksins The Phantom of the Opera. Þetta er draumur að rætast,“ skrifar hann við færsluna. 

Ari vakti heimsathygli þegar hann tók þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2018. Hann flutti lagið Our Choice og gerði það með mikilli prýði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir