Sonur krónprinsessunnar handtekinn

Hákon krónprins og Mette-Marit krónprinsessa. Hákon sagði málið alvarlegt fyrr …
Hákon krónprins og Mette-Marit krónprinsessa. Hákon sagði málið alvarlegt fyrr í dag. AFP/Axel Schmidt

Sonur norsku krónprinsessunnar Mette-Marit hefur verið handtekinn vegna líkamsárásar.

Marius Borg Hoiby er sonur prinsessunnar úr fyrra sambandi, áður en hún giftist Hákoni krónprinsi Noregs.

Marius er þannig ekki í erfðarröð norsku krúnunnar og gegnir ekki konunglegum skyldum. 

Karl á þrítugsaldri handtekinn

Lögreglan í Ósló var kölluð til íbúðar aðfaranótt sunnudags vegna deilna milli karls og konu.

Karlinn sem var sagður vera á þrítugsaldri var í kjölfarið handtekinn.

Fjölmiðlar komust á snoðir um að Marius hefði verið sá sem var handtekinn og lögreglan hefur nú staðfest að svo hafi verið. 

Marius liggur undir grun um skemmdarverk og líkamsárás. Lögreglan segir að Marius og konan þekkist.

Hákon krónprins er á Ólympíuleikunum og sagði við fjölmiðla fyrr í dag að hann teldi það ekki vera skynsamlegt að tjá sig að þessu sinni, en að málið væri alvarlegt.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Innra með þér eru hæfileikar, færni og töfrandi persónueiginleikar sem liggja í láginni og bíða þess að fá að njóta sín. Oft var þörf en nú er nauðsyn að taka til í geymslunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Camilla Läckberg
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Innra með þér eru hæfileikar, færni og töfrandi persónueiginleikar sem liggja í láginni og bíða þess að fá að njóta sín. Oft var þörf en nú er nauðsyn að taka til í geymslunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Camilla Läckberg
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir