Stjörnufans á götum Parísar

Þessar stjörnur vilja ekki missa af Ólympíuleikunum.
Þessar stjörnur vilja ekki missa af Ólympíuleikunum. Samsett mynd

Fjölmargar Hollywood-stjörnur hafa flykkst til Parísar til að fylgjast með stærsta íþróttaviðburði í heimi, Ólympíuleikunum. 

Hér má sjá nokkur þekkt andlit sem hafa sést á áhorfendapöllunum síðustu daga. 

Ariana Grande

Söng- og leikkonan Ariana Grande lét sig ekki vanta á Ólympíuleikana. Hún mætti á opnunarhátíðina íklædd bleikum silkikjól sem var hannaður af Thom Browne. 

Cynthia Erivo

Leikkonan Cynthia Erivo mætti ásamt Grande á opnunarhátíðina. Þær vinkonur virtust skemmta sér drottningarlega. Báðar fara þær með aðalhlutverk í kvikmyndinni Wicked sem er væntanleg í kvikmyndahús þann 22. nóvember næstkomandi.

Snoop Dogg

Rapparinn Snoop Dogg hefur vakið ómælda athygli á Ólympíuleikunum. Hann hljóp með ólympíueldinn á setningarhátíð leikanna og hefur einnig sinnt hlutverki íþróttalýsanda fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina NBC.

View this post on Instagram

A post shared by Paris2024 (@paris2024)

John Legend og Chrissy Teigen

Stjörnuhjónin John Legend og Chrissy Teigen ferðuðust til Parísar ásamt eldri börnum sínum tveimur, Lunu og Miles. Fjölskyldan mætti á opnunarhátíð Ólympíuleikanna. Sást í áhorfendastúkunni að þau hvöttu fimleikastjörnuna Simone Biles og bandaríska landsliðiðliðið til dáða.

View this post on Instagram

A post shared by John Legend (@johnlegend)

Lady Gaga

Eins og margir vita var Lady Gaga með mikið sjónarspil á setningarhátíðinni en páfuglaþemað í tónlistaratriði hennar vakti mikla athygli. Síðan þá hefur hún sést í áhorfendastúkunni á hinum ýmsu íþróttaviðburðum. 

View this post on Instagram

A post shared by Lady Gaga (@ladygaga)

Beyoncé

Stórstjarnan Beyoncé er mikill aðdáandi fimleikakonunnar Simone Biles og mætti að sjálfsögðu á staðinn til að hvetja sína konu.

View this post on Instagram

A post shared by Beyoncé (@beyonce)

Nicole Kidman og Keith Urban

Stjörnuparið Nicole Kidman og Keith Urban hafa verið að njóta sín í borg ástarinnar. Í síðustu viku birti Kindman myndband af sér að fylgjast með hjólabrettakeppninni sem fór fram utandyra nálægt mörgum af helstu kennileitum Parísarborgar.

Pharrell Williams

Bandaríski söngvarinn Pharell Williams fékk einnig þann heiður að bera ólympíueldinn, líkt og Snoop Dogg. 

Nick Jonas

Söng- og leikarinn Nick Jonas var í glæsilegum jakkafötum frá Ralph Lauren á opnunarhátíðinni. Hann hefur reglulega sést á áhorfendapöllum að styðja bandaríska sundliðið. 

View this post on Instagram

A post shared by Nick Jonas (@nickjonas)

Jessica Chastain

Bandaríska leikkonan Jessica Chastain er stödd í París um þessar mundir með börnin sín tvö en þau hafa verið dugleg að mæta á áhorfendapallana og fylgjast með hinum ýmsu viðburðum. 

Serena Williams

Tennisgoðsögnin Serena Williams er ekki meðal keppenda í ár en fékk þó það mikilvæga hlutverk að bera ólympíueldinn. Hún er ötull stuðningsmaður bandarísku keppendanna.

Sarah Jessica Parker og Jennifer Hudson

Stöllurnar Sarah Jessica Parker og Jennifer Hudson hittust óvænt í París í síðustu viku. Hudson birti sæta mynd af þeim saman á Instagram. Fjölskylda Parker, eiginmaður og börn, eru einnig í París.

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Hudson (@iamjhud)

Natalie Portman

Bandaríska leikkonan Natalie Portman hefur síðustu daga verið að fagna stórkostlegu íþróttafólki á Ólympíuleikunum. 

Celine Dion

Kanadíska söngkonan Celine Dion heillaði heiminn með flutningi sínum á laginu L'hymne à l'amour. 

View this post on Instagram

A post shared by Céline Dion (@celinedion)

Elizabeth Banks 

Leikkonan Elizabeth Banks segir á Instagram-reikningi sínum að það að sjá fyrsta leik bandaríska kvennalandsliðsins í blaki sé nú ein af uppáhalds minningum hennar. Banks birti mynd af sér ásamt leikkonunni Leslie Mann og fleirum á blakleiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Innra með þér eru hæfileikar, færni og töfrandi persónueiginleikar sem liggja í láginni og bíða þess að fá að njóta sín. Oft var þörf en nú er nauðsyn að taka til í geymslunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Camilla Läckberg
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Innra með þér eru hæfileikar, færni og töfrandi persónueiginleikar sem liggja í láginni og bíða þess að fá að njóta sín. Oft var þörf en nú er nauðsyn að taka til í geymslunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Camilla Läckberg
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir