Katie Price handtekin á Heathrow

Price var handtekin við komu á Heathrow-flugvelli eftir að hafa …
Price var handtekin við komu á Heathrow-flugvelli eftir að hafa gengist undir sjöundu andlitslyftinguna í Tyrklandi. Instagram

Breska glamúr­fyr­ir­sæt­an Katie Price var handtekin við komu á Heathrow-flugvelli í gær og færð í gæsluvarðhald. 

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að handtökuskipun hafi gefin út á hendur Price 30. júlí er hún mætti ekki fyrir dóm vegna gjaldþrota sinna. 

Ráð er gert fyrir að Price muni fara fyrir dóm í dag.

Tvisvar gjaldþrota

Fyrirsætan hefur ekki átt sjö dagana sæla en hún lýsti yfir gjaldþroti í nóvember árið 2019 og aftur í mars á þessu ári. 

Við dómsyfirheyrslu í febrúar var henni gert að greiða 40% mánaðartekna sinna af vefsíðunni Only Fans næstu þrjú árin vegna fyrra gjaldþrotsins.

Var hún úrskurðuð gjaldþrota í annað sinn innan við mánuði síðar vegna ógreiddra skatta. Nam skuld hennar 750.000 pund eða hátt í 133 milljónir króna. 

Hafði dómari gert Price það ljóst að hún skildi mæta fyrir dóm og svara fyrir fjárhag sinn. Annars ætti hún á hættu að vera handtekin ef hún myndi ekki mæta.

Með sárabindi um höfuð og andlit

Fyrirsætan virðist hafa látið varnaðarorð dómara sem vind um eyru þjóta og ferðaðist til Tyrklands í sína sjöttu andlitslyftingu og tannaðgerð fyrr í mánuðinum. Aðgerðirnar kosta allt að tvær milljónir króna. 

Myndir af handtökunni hafa farið í dreifingu á ýmsum miðlum og má þar sjá Price með sárabindi um höfuð og andlit. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir