Söngkonan Celine Dion segir notkun lags hennar á kosningafundi fyrir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, og J.D. Vance varaforsetaframbjóðanda ekki leyfilega.
Þetta segir Dion í færslu á Instagram.
Þar segir Dion að hún og umboðsteymi hennar hafi fengið vitneskju um að á fundinum í Montana hafi lagið og tónlistarmyndbandið við My Heart Will Go On verið notað í leyfisleysi. Hugsanlega hafi rödd Dion einnig verið notuð.
Í lok færslunnar segir Dion að hún styðji ekki þessa notkun með neinum hætti.