Katrín geislar í nýju myndskeiði

Katrín óskaði breskum ólympíukeppendum hjartanlega til hamingju.
Katrín óskaði breskum ólympíukeppendum hjartanlega til hamingju. AFP

Katrín prinsessa af Wales ljómaði í myndskeiði sem birtist á sameiginlegum Instagram-reikningi hennar og Vilhjálms Bretaprins á sunnudag.

Í myndskeiðinu óskaði hún bresku ólympíukeppendunum hjartanlega til hamingju með árangurinn á leikunum og sagði Vilhjálmur, sem stóð henni við hlið, landsmenn ákaflega stolta af fólkinu sínu. Bretar náðu frábærum árangri og unnu íþróttamenn þeirra til 65 verðlauna í París.

Litið sést opinberlega

Katrín geislaði af gleði og jákvæðni og leit hraustlega út. Margir rituðu athugasemdir við myndskeiðið og sögðust ánægðir að sjá prinsessuna. 

Katrín hefur lítið sést opinberlega síðustu mánuði. Hún fór í aðgerð á kviðar­holi í janú­ar og greindist með krabbamein stuttu síðar. Ekki hef­ur verið gefið upp hvers kyns krabba­mein hún sé með en Katrín er sögð hafa brugðist vel við krabbameinsmeðferð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan