Olsenbróðir á Dönskum dögum

Jørgen Olsen kemur fram á Dönskum dögum í Stykkishólmi um …
Jørgen Olsen kemur fram á Dönskum dögum í Stykkishólmi um komandi helgi. Samsett mynd

Danski tónlistarmaðurinn Jørgen Olsen, annar tveggja Olsenbræðra sem sigruðu í Eurovision-söngvakeppninni árið 2000 með laginu Fly on the Wings of Love, kemur fram á Dönskum dögum í Stykkishólmi um komandi helgi.

Hátíðin í Hólminum á sér langa sögu; hefur verið haldin frá 1994 og er ein elsta bæjargleði landsins. Í tilefni af 30 ára afmælinu nú er mikið lagt undir og því var Jørgen Olsen kallaður til. Niels Olsen, hinn helmingur dúettsins, hætti í tónlistinni vegna veikinda árið 2019.

Dagskráin sem boðið verður upp á í Stykkishólmi er þétt og fjölbreytt, eins og aðstandendur viðburðarins lýsa. Margt er heimagert en hæst ber að Jørgen ætlar að taka lagið á tónleikum við höfnina á laugardagskvöld sem hefjast kl. 21.30. Á eftir er svo ball með Stuðlabandinu.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir