Doktor í breikdansi gerði allt vitlaust á Ólympíuleikunum

Ástralski breikdansarinn Raygun hefur verið á allra vörum!
Ástralski breikdansarinn Raygun hefur verið á allra vörum! Samsett mynd

Netheimar hafa logað síðustu sólarhringa eftir að ástralski breikdansarinn Rachael Gunn, eða Raygun, steig á svið í breikdansi á Ólympíuleikunum í París síðastliðinn föstudag. 

Þótt dans Raygun hafi slegið í gegn á samfélagsmiðlum virtist frammistaðan ekki hitta í mark hjá dómurum og tókst Raygun ekki að tryggja sér eitt einasta stig á mótinu. Þrátt fyrir það hafa tilburðir Raygun vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum og hafa sumir sagt að frammistaða hennar sé sú eftirminnilegasta á Ólympíuleikunum í París.

Þá hafa netverjar keppst við að birta brandara um spor hennar. Hún hefur þó einnig hlotið harða gagnrýni og þykir sumum grínið hafa gengið of langt.

Umræðan í kringum frammistöðu Raygun hefur þó ekki einungis verið neikvæð og á hún fjölmarga aðdáendur sem hafa hrósað henni fyrir frumleika og kjark. Tónlistarkonan Adele er meðal aðdáenda hennar, en hún ræddi atriðið á tónleikum í Þýskalandi á dögunum.

Með doktorsgráðu í breikdansi og dansmenningu

Sjálf segist Reygun ekki hafa farið inn í keppnina til þess að vinna heldur frekar til þess að sýna fram á fjölbreytileikann og sköpunargleðina sem fylgir breikdansinum. 

„Ég ætlaði aldrei að sigra þessar stelpur í því sem þær gera best – kraftahreyfingar þeirra,“ sagði Raygun í samtali við Sky News eftir mótið. „Það sem ég kem með er sköpunarkrafturinn.“

Raygun, sem er 36 ára gömul, varð heilluð af breikdansi þegar hún kynntist eiginmanni sínum þegar hún var um tvítugt, en hann er þjálfari hennar í dag. Þá er hún einnig með doktorsgráðu í breikdansi og dansmenningu, en hún starfar sem kennari við Maxquarie í Sydney.

Þetta var í fyrsta skipti sem breikdans er hluti af keppnisgreininum á Ólympíuleikunum, en tilkynnt hefur verið að greinin verði ekki partur af næstu Ólympíuleikum sem munu fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028. 

@samyahafsaoui Going to Adele is seeing a really good comedy show with incredible live music #adeleinmunich #raygun #olympics ♬ original sound - Samya Hafsaoui
@theprojecttv Aust. Sports Commission CEO Kieren Perkins tells us how good it was to see Aussies getting around breakdancer Raygun and why we should be proud of her. #raygun#breakdance#olympic#paris2024♬ original sound - TheProjectTV
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar