Austurríski milljarðamæringurinn Richard Lugner er látinn 91 árs að aldri. Hann lést á heimili sínu í Vínarborg í gærdag. Að sögn frönsku fréttastofunnar Agence France-Presse hafði heilsu Lugner hnignað á síðustu vikum.
Aðeins tveimur mánuðum fyrir andlátið gekk Lugner að eiga sjöttu eiginkonu sína, Simone Reiländer. Talsverður aldursmunur var á parinu en Lugner var heilum 49 árum eldri en eiginkona sín.
Parið gifti sig í ráðhúsi Vínarborg þann 1. júní síðastliðinn.
Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, minntist Lugner á samfélagsmiðlinum X á mánudag og birti mynd af sér ásamt Lugner og Priscillu Presley. Myndin var tekin á árlegu óperuballi í Vínarborg sem Lugner sótti reglulega í gegnum árin.
Richard Lugner war ein erfolgreicher Unternehmer und eine schillernde Persönlichkeit. Ein österreichisches Original, das sich nie verbogen hat. Er ruhe in Frieden! pic.twitter.com/tqp6Zau9fJ
— Karl Nehammer (@karlnehammer) August 12, 2024