Obama hlustar á „frekjudósina“

Obama er mikill lestrarhestur.
Obama er mikill lestrarhestur. AFP

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur nú í nokkur ár deilt listum yfir tónlist sem hann hefur hlustað á og bókum sem hann hefur lesið yfir sumarið sem er að líða.

Að þessu sinni er tónlist með tónlistakonum á borð við Charli XCX og Beyoncé á listanum en lagið sem Obama nefnir með Charli XCX heitir „365“ og er af plötunni „Brat“ eða „Frekjudós“ á okkar ástkæra ylhýra. 

Á tónlista Obama má einnig sjá Billie Eilish, Ettu James og Calimossa. 

Í færslu á samfélagsmiðlinum X segist Obama vona að fólk geti fundið sér eitthvað nýtt til að hlusta á. 

Hægt er að hlusta á tónlista Obama hér að neðan. 

Lestrarhesturinn Obama 

Forsetinn fyrrverandi deildi einnig lista yfir bækur sem hann hefur lesið í sumar en þar má sjá titla eins og  „Help Wanted“ eftir Adelle Waldman og „Beautiful Days“ eftir Zach Williams. 

Um bækurnar segir hann sömuleiðis að hann hafi langað til þess að deila nokkrum bókum í uppáhaldi með fylgjendum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir