Fyrrum kærasta sonarins stígur fram

Mette Marit Noregsprinsessa.
Mette Marit Noregsprinsessa. Skjáskot/Instagram

Fyrrum kærasta Marius Borg Høiby, sonar Mette Marit prinsessu af Noregi, hefur nú stigið fram í ljósi frétta um handtöku Høiby fyrir líkamsárás. Juliane Snekkestad var í sambandi við Høiby í fjögur ár, frá 2018 til 2022, og fann sig knúna til þess að tjá sig um málið á samfélagsmiðlinum Instagram og haft er eftir í Kronen Zeitung.

„Síðustu daga hef ég fengið fjölmörg símtöl, skilaboð og spurningar varðandi fyrrverandi kærasta minn frá fjölskyldu og vinum. Ég hef ákveðið að þegja ekki lengur. Til þess að svara öllum spurningum: Já, umrædd manneskja hefur beitt mig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Það var andlega ofbeldið sem var hrottalegast. Það er ekki lengur ásættanlegt að konur þurfi að glíma við svona ofbeldi. Mér finnst það vera mín ábyrgð að vekja athygli á þeirri staðreynd.“

Þá segir Snekkestad að það hafi tekið hana langan tíma að jafna sig og að hún verði aldrei söm þrátt fyrir mikla aðstoð fagaðila og óbilandi stuðning fjölskyldu sinnar og vina.

Mette-Marit talar við fórnarlambið

Mette-Marit hefur enn ekki tjáð sig um ásakanirnar gegn syni sínum. Hákon krónprins hefur hins vegar sagt að málið væri alvarlegt en hann vildi ekki fara út í smáatriði.

Þá segja fjölmiðlar að Mette-Marit hafi hitt fórnarlambið eftir að árásin átti sér stað. Norskir lögfræðingar segja að ekki sé óvenjulegt að aðstandendur afbrotamanna sæki í að hitta fórnarlömbin til þess að veita þeim stuðning. Það sé í sjálfu sér ekki ólöglegt. 

Oysten Milli sérfræðingur í afbrotum segist hissa á að Mette-Marit hafi átt í samskiptum við fórnarlambið. „Ég geri ráð fyrir að ásetningurinn hafi verið góður en ég er viss um að margir reki upp stór augu. En í augnablikinu vitum við ekki nóg til þess að meta það,“ segir Milli í viðtali við Nrk.

Hvað gerðist?

Heimildarmenn norska tímaritsins Se og Hor segja að lögreglan eigi upptökur af Høiby hóta kærustu sinni að kveikja í fötum hennar ef hún gerði ekki það sem hann vildi. Þá eru til myndir úr íbúðinni þar sem árásin á að hafa átt sér stað. Á myndunum má til dæmis sjá hníf fastan í vegg og brotna ljósakrónu á gólfinu.

Ekki er búið að gefa upp hversu alvarlegir ákverkar konunnar eru en samkvæmt heimildum Se og Hor var hún lögð inn á spítala með heilahristing.

Umdeild fortíð prinsessunnar

Marius Borg Høiby er son­ur Mette-Marit úr fyrra sam­bandi og er hann því ekki í erfðarröð norsku krún­unn­ar og gegn­ir ekki kon­ung­leg­um skyld­um.

Samband Mette-Marit og Hákons krónprins var mjög umdeilt á sínum tíma. Mette-Marit var  einstæð móðir, sögð stunda næturlífið grimmt og viðurkenndi að hafa umgengist fíkniefnaneytendur og gaf í skyn að hafa sjálf neytt fíkniefna. Þá var barnsfaðir hennar ekki af betri gerðinni og hlaut á sínum tíma dóm fyrir fíkniefnabrot. Þá þótti það síðar setja blett á konungsfjölskylduna þegar bróðir Mette-Marit var handtekinn fyrir ofbeldi gagnvart sambýliskonu sinni eftir að hún varð krónprinsessa.

Mette-Marit ásamt syninum Marius Borg Høiby á skíðum í Holmekollen.
Mette-Marit ásamt syninum Marius Borg Høiby á skíðum í Holmekollen. Foto: Lise Åserud / Scanpix/Kongehuset
Fjölskyldan árið 2019.
Fjölskyldan árið 2019. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að bregða á leik og þú ert til í slaginn. Augu þín opnast fyrir möguleikum sem þú hefur varðandi nám.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elíasdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Camilla Läckberg
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að bregða á leik og þú ert til í slaginn. Augu þín opnast fyrir möguleikum sem þú hefur varðandi nám.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elíasdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Camilla Läckberg
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Colleen Hoover