Líffræðileg móðir Biles biður um fyrirgefningu

Simone Biles með eina af gullmedalíum sínum á Ólympíuleikunum í …
Simone Biles með eina af gullmedalíum sínum á Ólympíuleikunum í París. AFP/Loic Venance

Shannon Biles, líffræðileg móðir fimleikastjörnunnar Simone Biles, segist vilja endurvekja samband þeirra mæðgna, en þær hafa verið í litlum sem engum samskiptum frá því Shannon missti forræði yfir börnunum sínum þegar Simone var þriggja ára gömul. 

Shannon hefur opnað sig um það hvernig fíknisjúkdómurinn og áfengisdrykkjan kostaði hana börnin sín og segist hafa verið komin í gríðarleg fjárhagsleg vandræði. Sjálf hefur Simone sagt að hún muni eftir því að móðir hennar hafi stöðugt lent í fangelsi. Þá lýsti hún því líka að stundum hafi ekkert verið til að borða á heimilinu. 

Amma og afi gripu í taumana

Shannon kynntist föður Simone, Kelvin Clemons, þegar þau voru á unglingsaldri. Þau hafa bæði glímt lengi við fíknisjúkdóma og leiddu veikindi þeirra til þess að þau misstu forræði yfir börnunum sínum fjórum. Systurnar Simone og Adria voru ættleiddar af foreldrum Shannon, Ronald og Nellie Biles, og á sama tíma voru eldri börnin þeirra tvö, Ashley og Tevin, ættleidd af systur afa þeirra. 

Nellie og Ronald gáfu systrunum nýtt líf í borginni Houston í Texas-fylki í Bandaríkjunum, en þá var Simone sex ára. Síðan þá hefur hún kallað hjónin mömmu sína og pabba. 

„Það tók mig sex ár að sjá börnin mín aftur,“ segir Shannon. Það var erfitt að láta frá mér börnin, en ég gerði það sem ég þurfti að gera. Ég gat ekki hugsað um þau, ég var ennþá í neyslu og faðir minn vildi ekki að ég kæmi inn í líf þeirra þegar ég var veik,“ bætir Shannon við.

Vill að Simone eigi frumkvæðið

Shannon, sem segist vera edrú, hefur verið á uppleið síðan 2022 og starfar nú í matvöruverslun. Hún heldur því fram að hún sé breytt manneskja og vill ólm endurvekja sambandið við börnin sín. 

Þrátt fyrir að vera með símanúmer Simone vill Shannonn að dóttir sín hafi samband við sig af fyrra bragði.

„Ég vil að hún hafi samband við mig. Hún er núna 27 ára og gift. Ég hefði viljað vera hluti af því, en ég þarf bara að bíða eftir henni,“ segir Shannon. „Ég heyri bara af henni í gegnum föður minn,“ bætir hún við.

Fór ekki með til Parísar

Shannon horfði á dóttur sína slá söguleg met á nýafstöðnum Ólympíuleikum í París heiman frá sér. Hún segist vera gríðarlega stolt af Simone og að hún elski hana mikið. Í kjölfarið hefur hún beðið Simone um að fyrirgefa sér og vonast eftir tækifæri til að byrja upp á nýtt. 

„Ég vil setjast niður með þér, tala saman og svara öllum spurningum sem þú hefur. Ég veit ekki hvað hefur verið sagt við þig en ég vil að þú fáir að vita allt,“ segir Shannon. 

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka