Handtekinn í tengslum við andlát Perry

Matthew Perry lést í október á síðasta ári.
Matthew Perry lést í október á síðasta ári. AFP/Chris Delmas

Einstaklingur hefur verið handtekinn í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry.

Viðkomandi var tekinn höndum í dag, að því er lögregluyfirvöld í suðurhluta Kaliforníu tjá fréttastofu NBC.

Perry lést í októ­ber á síðasta ári vegna bráðra áhrifa keta­míns en lög­regla hefur haft til rannsóknar hvernig leikarinn komst yfir efnið.

Sterkt lyf

Keta­mín er sterkt svæf­ing­ar- og deyfi­lyf sem einnig get­ur kallað fram of­skynj­an­ir og er því sömu­leiðis notað sem vímu­efni. Hef­ur það einnig notið auk­inna vin­sælda á síðustu árum til að vinna bug á áfeng­is­sýki og geðræn­um kvill­um eins og þung­lyndi.

Perry hafði lengi glímt við áfeng­is- og vímu­efnafíkn og oft leitað sér meðferðar.

Var hann í keta­mínmeðferð við kvíða og þunglyndi, und­ir eft­ir­liti lækn­is, er hann lést.

Í skýrslu rétt­ar­meina­fræðings var þó tekið fram að lækn­ir Perry hefði ekki veitt hon­um keta­mínmeðferð í yfir eina og hálfa viku er hann lést og því hefur þótt óljóst hvaðan hann fékk svo mikið magn keta­míns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka