Kaupir hlut í ensku úrvalsdeildarliði

Ed Sheeran hefur verið stuðningsmaður Ipswich Town frá unga aldri.
Ed Sheeran hefur verið stuðningsmaður Ipswich Town frá unga aldri. AFP/Hannah Mckay

Enska úrvalsdeildarfélagið Ipswich Town tilkynnti í dag að enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hefði keypt 1,4 prósenta hlut í félaginu.

Sheeran hefur verið stuðningsmaður liðsins frá unga aldri og styrktaraðili á treyju liðsins frá árinu 2021.

Draumur hvers aðdáanda

Í yfirlýsingu frá Ipswich kemur fram að Sheeran muni þó ekki ganga í stjórn félagsins þar sem hann er minnihlutafjárfestir og horfir ekki til þess að koma að félaginu með beinum hætti.

„Ég er virkilega spenntur að hafa keypt hlut í félaginu. Það er draumur hvers knattspyrnuaðdáanda að vera eigandi liðsins sem þeir styðja og ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri,“ segir Sheeran.

Ed Sheeran hefur verið styrktaraðili á treyjum liðsins frá árinu …
Ed Sheeran hefur verið styrktaraðili á treyjum liðsins frá árinu 2021. AFP/Ben Stansall

22 ára bið á enda

Tímabilið 2024/25 markar endurkomu Ipswich í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 22 ár.

„Stuðningurinn sem Ed og hans teymi hafa sýnt okkur síðastliðin þrjú ár hefur verið ekkert minna en ótrúlegur og að hann taki þetta skref til að fjárfesta í félaginu finnst okkur vera eðlilegt framhald á okkar sambandi,“ segir Mark Ashton formaður Ipswich.

Ipswich mun hefja tímabilið á heimavelli sínum Portman Road gegn Liverpool á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. En það er hægt. Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á nýtt frá a til ö.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elíasdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Camilla Läckberg
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. En það er hægt. Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á nýtt frá a til ö.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elíasdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Camilla Läckberg
5
Colleen Hoover