Sagður hafa haldið ítrekað framhjá Hague

Tommy Fury og Molly-Mae Hague.
Tommy Fury og Molly-Mae Hague. Skjáskot/Instagram

Love Island-stjörnurnar Molly Mae-Hague og Tommy Fury hafa verið á allra vörum síðastliðinn sólarhring, en þau greindu frá því í gær að þau hefðu slitið trúlofun sinni eftir fimm ára samband. 

Aðdáendur fyrrverandi parsins voru vægast sagt í áfalli þegar fregnirnar bárust, en í kjölfarið fóru hinar ýmsu vangaveltur og kenningar um sambandsslitin á flug á samfélagsmiðlum sem flestar beindust að meintu framhjáhaldi Fury, en litlar sannanir voru fyrir hendi.

Samkvæmt fréttamiðlinum The Sun hafa nýjar upplýsingar komið fram í dagsljósið og nú er Fury sagður hafa haldið ítrekað framhjá Hague með mörgum mismunandi konum. „Molly-Mae veit núna að Tommy var henni ótrúr. Hún heldur að það hafi gerst oft. Svo virðist sem hann hafi leikið lausum hala þegar hann vissi að fólk myndi ekki þekkja hann,“ segir heimildamaður The Sun.

„Molly-Mae er gríðarlega sorgmædd og segist alveg búast við því að aðrar konur ætli að stíga fram og segja henni að hann hafi verið ótrúr,“ bætti hann við. 

Þá hefur Fury verið sakaður um að hafa barnað aðra konu, áhrifavaldinn Lissie Rhodes, sem eignaðist á dögunum barn. Fjölskylda og vinir Fury hafa þvertekið fyrir þær sögusagnir, en sjálf rauf Rhodes þögnina og sagði Fury ekki vera faðirinn á TikTok.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar