Þjóðin minnist Halldórs Bragasonar

Halldór Bragason.
Halldór Bragason.

Margir hafa minnst gítarleikarans Halldórs Bragasonar á samfélagsmiðlum síðustu daga. Halldór lést í brunanum á Amtmannsstíg á þriðjudag, 67 ára að aldri. 

Halldór, jafnan kallaður Dóri, var afbragðs gítarleikari og einn okkar bestu tónlistarmanna. Hann var sérlega áhugasamur um blústónlist og var meðal stofnenda Blúsfélags Reykjavíkur og liðsmaður í blússveitinni Vinir Dóra. Meðal annarra hljómsveita sem Halldór lék með voru Landsliðið, The Riot, Þrælarnir og Big Nose Band. Halldór var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðarinnar árið 2013. 

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1076496/?item_num=15&searchid=faf0844a23ee455072992022e26409af0df3ec26

Í viðtali við Halldór, sem birtist í Morgunblaðinu árið 2006, var litið yfir glæstan feril hans og sagði hann meðal annars frá því hvernig hann eignaðist fyrsta gítarinn. 

„Ég fékk minn fyrsta gítar í fermingargjöf. Á þessum árum var litið niður á alla rokktónlist og raunar alla tónlist sem spiluð var á rafmagnshljóðfæri. Þú manst hvað Mimi frænka sagði við John Lennon: „Það er allt í lagi með gítarinn, John, en þú getur aldrei unnið fyrir þér með honum.“ Eigi að síður fór ég að læra á gítar hjá frönskum flóttamanni sem hét Gaston og bjó í Garðastrætinu. Í framhaldi af því fórum við svolítið að spila saman á tónlistarkvöldum framhaldsskólanna. Hann sá eitthvað í drengnum sem ég sá ekki sjálfur og varð mikill áhrifavaldur í mínu lífi á þessum tíma.“

„Góða ferð elsku vinur“

Helga Möller, söngkona og fyrrverandi Eurovision-fari, minntist Halldórs með fallegri færslu á Facebook í gærdag.

„Við vorum bæði tónlistarmenn í ólíkum tónlistarstíl. Hann var frábær bluesspilari og ég var í diskóinu og dægurtónlistinni en við vorum góðir vinir þrátt fyrir það og bæði mikið áhugafólk um golf og spiluðum stundum golf saman á Nesvellinum innan um kríurnar. Dóri varð mjög góður golfari og ég reyndi að fylgja honum eftir sem tókst nú sjaldnast. En hann var sanngjarn golfari og gaman að spila með honum. Ég hætti síðan í Nesklúbbnum og sá Dóra ekki mikið eftir það. Mikið myndi mig langa til að taka með þér hring á Nesinu en það verður bara í Himnaríki, þegar við hittumst næst. Þú verður að sjá til þess að það séu golfkúlur í Himnaríki Dóri minn.

Góða ferð elsku vinur og sjáumst þegar minn tími kemur elsku kallinn.
Guð blessi minningu þína elsku vinur og innilegar samúðarkveðjur til fólksins þíns,“ skrifaði Helga.

Brynhildur Björnsdóttir, Tryggvi Thayer og Ingvar Valgeirsson minntust einnig Halldórs á samfélagsmiðlasíðunni og eru þau sammála um að þar sé geng­inn góður dreng­ur.





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. En það er hægt. Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á nýtt frá a til ö.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elíasdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Camilla Läckberg
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. En það er hægt. Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á nýtt frá a til ö.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elíasdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Camilla Läckberg
5
Colleen Hoover