Ágústa og Gunni eru ólíkindatól

Sycamore Tree. Ágústa Eva Er­lends­dótt­ir og Gunni Hilm­ars­son
Sycamore Tree. Ágústa Eva Er­lends­dótt­ir og Gunni Hilm­ars­son Ljósmynd/Jónatan Grétarsson

Tónlistarfólkið Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree voru að gefa út lagið Scream Louder. Lagið er af nýrri plötu sem heitir Scream en þar prófa listamennirnir sig áfram með nýjan hljóðheim. 

Hljómsveitin Sycamore Tree er þekkt fyrir eigin hljóðheim en er óhrædd við að breyta til á nýju plötunni. Þau hafa ferðast til Svíþjóðar til að vinna að plötunni. „Við elskum að taka áhættu eins og listamenn eiga að gera. Ferlið hefur verið frábærlega skemmtilegt en á sama tíma eilítið ógnvekjandi þar sem okkar venjulega jörð var ekki til staðar. Okkur langaði til að gera meira rokk, meira popp og meira af allskonar í bland við okkar venjulega heim. Samt tókst á endanum að binda þetta saman svo þetta er Sycamore Tree með auka kryddum í pottunum,“ segir Gunni um nýju lögin. 

Sycamore Tree. Ágústa Eva Er­lends­dótt­ir og Gunni Hilm­ars­son
Sycamore Tree. Ágústa Eva Er­lends­dótt­ir og Gunni Hilm­ars­son Ljósmynd/Jónatan Grétarsson

Hægt að öskursyngja með

Gunni segir þau hafa unnið út frá því að hægt væri að öskursyngja með lögunum í bílnum. „Við erum bæði með smá sakbitna sælu fyrir bri-tpopi og tónlistarstefnunni sem var á þeim tíma og okkur langaði að blanda þessu saman. Kannski erum við ólíkindatól en það verður bara að hafa það. Það er allavega aldrei leiðinlegt hjá okkur,“ segir Gunni. 

„Lagið Scream Louder er um að frelsa sig úr fjötrum með því að sleppa, og öskra. Láta tifinngarnar flæða. Þetta er líka óður til þeirra sem þurfa að öskra og láta í sér heyra til að finna sinn stað í veröldinni. Nóg er af því þessa dagana.“

Það er nóg að gera hjá Sycamore Tree á næstunni. „Við verðum með töluvert tónleikahald á næstu misserum og nokkrar smáskífur munu koma út áður en platan kemur út í heild sinni.“

Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Scream Louder. Lagið sjálft er eftir þau Ágústu og Gunna en það er pródúserað af Arnari Guðjónssyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. En það er hægt. Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á nýtt frá a til ö.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Camilla Läckberg
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. En það er hægt. Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á nýtt frá a til ö.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Camilla Läckberg
5
Colleen Hoover