Myndband: Davíð tók út furðulega refsingu í Fantasy-fótboltaleik

Bráðfyndið myndband birtist af Davíði Reginssyni á samfélagsmiðlum þar sem …
Bráðfyndið myndband birtist af Davíði Reginssyni á samfélagsmiðlum þar sem hann tók út refsingu í Fantasy-fótboltaleik. Samsett mynd

Á ári hverju setja fótboltaáhugamenn hvaðanæva að úr heiminum saman svokallað draumalið í ensku Úrvalsdeildinni í fótbolta í forritinu Fantasy Premier League. Leikurinn er gífurlega vinsæll og ekki er óalgengt að þátttakendur leggi mikla vinnu í að raða í lið sín, en gengi í leiknum fer eftir raunverulegu gengi leikmanna og liða í deildinni og því er mikilvægt að vera með puttann á púlsinum.

Í leiknum er algengt að vinahópar, vinnustaðir eða íþróttalið búi til sína eigin deild sem keppst er innan, en oft er safnað í ágætis vinningspúkk sem sigurvegarinn fær í lok tímabilsins. 

Sumir ganga þó lengra en aðrir í leiknum og eru einnig með refsingu fyrir þá sem standa sig illa í leiknum. Á dögunum tók Davíð Reginsson út refsingu fyrir gengi sitt í leiknum á síðasta tímabili, en það er óhætt að segja að refsingin sem hafi orðið fyrir valinu í vinahópi hans sé ansi áhugaverð.

Þurfti að dæla bensíni í átta klukkustundir

Vinur Davíðs, Árni Steinn Viggósdóttir, deildi myndbandi á Instagram-reikningi sínum þar sem Davíð sést taka út refsinguna. Myndbandið hefur vakið mikla lukku, enda bráðfyndið. 

Refsingin sem Davíð fékk var að dæla bensíni í átta klukkustundir á bensínstöð á Sprengisandi, en eins og margir vita eru einungis sjálfsafgreiðsludælur á bensínstöðinni. Viðskiptavinum var því eflaust brugðið þegar þeir mættu sjálfskipuðum starfsmanni á planinu sem bauðst til að dæla bensíni á bílinn þeirra. 

Sem betur fer þurfti Davíð þó ekki að standa úti í rigningunni í átta klukkustundir, en fyrir hvern bíl sem hann fékk að dæla bensíni á var hálftími tekinn af tímanum. Af myndbandinu að dæma tóku flestir vel í að þurfa ekki að dæla á bílinn úti í rigningunni, en Davíð þurfti þó stundum að reka aðeins á eftir fólki svo röðin gengi smurt fyrir sig.

View this post on Instagram

A post shared by @arnist1

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. En það er hægt. Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á nýtt frá a til ö.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Camilla Läckberg
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. En það er hægt. Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á nýtt frá a til ö.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Camilla Läckberg
5
Colleen Hoover