Garner og Lopez heimsóttu Affleck á afmælisdaginn

Jennifer Lopez tjáði sig ekkert um Ben Affleck í tilefni …
Jennifer Lopez tjáði sig ekkert um Ben Affleck í tilefni af afmælisdegi hans. Samsett mynd

Leikkonan Jennifer Garner kíkti í heimsókn til fyrrverandi eiginmanns síns, leikarans og leikstjórans Ben Affleck, í tilefni af 52 ára afmæli hans á fimmtudag. Fyrrverandi leikarahjónin, sem eiga þrjú börn á táningsaldri, skildu árið 2018 eftir 13 ára hjónaband en hafa haldið góðum vinskap síðan sambandinu lauk.

Garner var mynduð, án barnanna, fyrir utan húsnæði sem leikarinn hefur á leigu í Brentwood í Kaliforníu.

Affleck, sem er sagður hafa sótt um leyfi til skilnaðar frá leik- og söngkonunni Jennifer Lopez, festi á dögunum kaup á nýrri glæsivillu í Pacific Palisades-hverfinu og er á fullu að undirbúa flutninginn á nýja heimilið.

Garner var þó ekki sú eina sem heimsótti Affleck í tilefni af afmælisdeginum en seinna um daginn sást Lopez yfirgefa heimili leikarans. Heimsókn hennar kom mörgum að óvörum enda hafa hjónin ekki sést saman síðan í útskriftarveislu elstu dóttur Affleck í maílok.

Lopez tjáði sig ekkert um leikarann í tilefni af afmæli hans á samfélagsmiðlasíðum sínum en birti þess í stað myndaseríu af sjálfri sér í glæsilegum Dior-kjól sem hún klæddist í afmæli sínu fyrir örfáum vikum.

Leik- og söngkonan fagnaði 55 ára afmæli sínu með glæsilegri þriggja daga veislu sem endaði á dansiballi í anda Bridgerton-þáttaseríunnar. Affleck var ekki meðal boðsgesta.

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka