„Við hefðum getað tapað helling á þessu“

Frá tónleikum JóaPé og Króla í byrjun sumars.
Frá tónleikum JóaPé og Króla í byrjun sumars. Ljósmynd/Afturámóti ehf

„Þetta er eitthvað sem við erum frekar viss um að hafi ekki verið í síðasta skipti,“ segir Kristinn Óli Haraldsson, einn eigenda sviðslistahússins Afturámóti, í samtali við mbl.is um framtíð þess.

Kristinn, betur þekktur sem Króli, er tónlistarmaður, leikari og hluti af tónlistartvíeykinu JóiPé og Króli. Afturámóti er tilraunaverkefni þriggja vina, en ásamt Kristni eru það þeir Höskuldur Þór Jónsson og Ingi Þór Þórhallsson sem koma að því.

Sviðslistahúsið hélt sinn síðasta viðburð í gær, en JóaPé og Króla héldu tónleika þar. Kristinn segir sumarið hafa vægast sagt gengið vonum framar.

„Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í“

„Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í, við hefðum getað tapað helling á þessu, en það gerðist ekki,“ segir hann og bendir hlægjandi á að þó svo að tímakaupið hafi verið alveg hræðilegt hafi þetta verið æðislegt og gengið frábærlega vel.

Hátt í 40 viðburðir voru haldnir í Háskólabíói á vegum Afturámóti í sumar. Spurður frekar út í það hvort búast megi við því að sjá Afturámóti aftur á næsta ári segir Kristinn ekkert vera meitlað í stein en að sama hvernig fari og hvað þau geri viti hann að verkefnið muni lifa góðu lífi í öllu sem þau vilji gera.

„Maður getur litið yfir sumarið og hugsað með sér hvað það er ótrúlegt hvað þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig,“ segir Kristinn.

„Í grunninn er það þökk sé öllu því frábæra fólki sem var með okkur og hversu góð blanda af æðruleysi og skipulagi var í hávegum haft í sumar,“ bætir hann svo við. Hann segir þau ekki geta endað sumarið annað en sátt.

Kristinn lék til dæmis í söngleiknum Hlið við hlið.
Kristinn lék til dæmis í söngleiknum Hlið við hlið. mbl.is/María

Með klósettpappír og pappaglös fyrir næstu tíu árin

Aðspurður segir Kristinn lærdóminn frá sumrinu hafa verið helling og eitthvað sem enginn skóli gæti veitt.

Þau sem tóku þetta verkefni að sér eru vissulega ekki reyndir leikhússtjórar og því má vænta að nokkur mistök hafi átt sér stað í ferlinu. Leikarinn nefnir einmitt að þau hafi keypt allt of margar rekstrarvörur og séu því með klósettpappír og pappaglös fyrir næstu tíu árin.

„Það var nóg af fyndnum mómentum og þetta er sumar sem skilur eftir alveg botnleysi af minningum,“ segir hann.

Upplifðu smá eins og þetta hafi ekki gerst

Þau skiluðu af sér húsinu í dag og tóku sér augnablik til þess að sitja út í sal og horfa á hann eins og þau tóku við honum. Segir Kristinn þau þá hafa öll upplifað það smá eins og þetta hafi ekki gerst.

Kristinn var ekki einungis að reka sviðslistahúsið og vinna mikið baksviðs heldur steig hann sjálfur nokkrum sinnum á svið í sumar. Þá lék hann í sýningunum Velkom yn og Hlið við hlið, ásamt því að koma fram á tveimur tónleikum í Afturámóti.

„Ég hef iðulega haft þann hattinn á að mér finnst gaman að vera á mörgum stigum í einu, þannig það er gaman að geta fengið þá útrás, en á sama tíma var það kannski bara þannig að maður þurfti bara að setja sig í stellingar og taka að sér hin ýmsu verkefni,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki útlitið blekkja þig því að enn sannast hið fornkveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Það er einhver uppreisn í þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki útlitið blekkja þig því að enn sannast hið fornkveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Það er einhver uppreisn í þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Camilla Läckberg