Svona lítur barnastjarnan Haley Joel Osment út í dag

Leikararnir Bruce Wills og Haley Joel Osment hafa lengi verið …
Leikararnir Bruce Wills og Haley Joel Osment hafa lengi verið góðir vinir. Samsett mynd

Leikarinn Haley Joel Osment skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Sixth Sense ásamt Bruce Willis árið 1999. Margir muna þó eftir honum úr kvikmyndinni Forrest Gump, en Osment, þá sex ára gamall, fór með hlutverk sonar titilkaraktersins sem var leikinn af Tom Hanks. 

Lítið hefur sést af leikaranum síðustu ár en hann hefur aðallega sinnt talsetningum í teiknimyndum og tölvuleikjum. 

Tók sér pásu frá Hollywood

Osment var ein þekktasta barnastjarna síns tíma og fór með hlutverk í þó nokkrum stórmyndum á árunum 1994 til 2003. Þegar fer­ill Osment, sem er í dag 36 ára, stóð sem hæst kaus hann að draga sig í hlé þar sem hann vildi sækja sér frekari ­mennt­un. Hann hélt þó áfram að talsetja á bak við tjöldin. Osment mætti aftur á hvíta tjaldið árið 2013 í hryllingsmyndinni Tusk sem naut ekki mikilla vinsælda.

Það er vel skiljanlegt að Osment hafi ákveðið að taka sér pásu frá Hollywood og kynnast öðrum hliðum lífsins þar sem hann varði stórum hluta barnæskunnar á tökusetti. 

Systir hans, leikkonan Emily Osment, var einnig mjög ung að árum þegar hún fór með hlutverk í kvikmyndum á borð við Spy Kids 2 og Hannah Montana. Í dag er hún einna þekktust fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni Young Sheldon.

Systkinin Haley Joel og Emily Osment á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni …
Systkinin Haley Joel og Emily Osment á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni árið 2022. Skjáskot/Instagram

Hvergi nærri hættur

Osment er virkur á samfélagsmiðlum og af myndum að dæma þá elskar hann að ferðast og vera úti í náttúrunni ásamt því að verja eins miklum tíma og hann getur með sínum nánustu.

Leikarinn er hvergi nærri hættur í kvikmyndabransanum. Hann fer með hlutverk í spennumyndinni Blink Twice sem frumsýnd verður þann 23. ágúst næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki útlitið blekkja þig því að enn sannast hið fornkveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Það er einhver uppreisn í þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki útlitið blekkja þig því að enn sannast hið fornkveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Það er einhver uppreisn í þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Camilla Läckberg