Svona viðhalda Swift og Kelce ástarloganum

Taylor Swift og Travis Kelce féllust í faðma við lok …
Taylor Swift og Travis Kelce féllust í faðma við lok úrslitaleiks Ofurskálarinnar. AFP/Ezra Shaw

Tónlistarkonan Taylor Swift og kærasti hennar, NFL-leikmaðurinn Travis Kelce, hafa lítið sést saman að undanförnu vegna annasamrar og krefjandi dagskrár þeirra beggja. Parið, sem staðfesti samband sitt í september, er þó duglegt að viðhalda ástinni með öðrum leiðum.

Ónefndur vinur parsins segir þau forgangsraða málum og að samband þeirra sé á toppnum hjá báðum, þrátt fyrir mikla fjarveru og tímamun. Hann segir þau leggja áherslu á samskipti í gegnum skilaboð og símtöl, en um þessar mundir aðskilur Atlantshafið parið þar sem Kelce er staddur í æfingabúðum með liðsfélögum sínum úr Kansas City Chiefs í Bandaríkjunum og Swift er á tónleikaferðalagi um Evrópu.

Vinur parsins greindi einnig frá því að stjörnuleikmaðurinn elski að koma Swift á óvart með því að senda henni blóm og gjafir, hvar sem hún er stödd í heiminum. „Samband þeirra er ólíkt öllu sem þau hafa upplifað áður.“

Allt fyrir ástina

Eins og áður sagði opinberaði parið samband sitt í september á síðasta ári þegar söngkonan sást hvetja Kelce til dáða á Arrowhead-leikvangnum í Kansas City í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hún verið dugleg að mæta á leiki í NFL-deildinni og lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á úrslitaleikinn í Ofurskálinni þar sem Kelce og liðsfélagar hans í Kansas City Chiefs nældu sér í meistaratitilinn.

Kelce hef­ur einnig sést á ótal tónleikum stórstjörnunnar víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir