Svona viðhalda Swift og Kelce ástarloganum

Taylor Swift og Travis Kelce féllust í faðma við lok …
Taylor Swift og Travis Kelce féllust í faðma við lok úrslitaleiks Ofurskálarinnar. AFP/Ezra Shaw

Tónlistarkonan Taylor Swift og kærasti hennar, NFL-leikmaðurinn Travis Kelce, hafa lítið sést saman að undanförnu vegna annasamrar og krefjandi dagskrár þeirra beggja. Parið, sem staðfesti samband sitt í september, er þó duglegt að viðhalda ástinni með öðrum leiðum.

Ónefndur vinur parsins segir þau forgangsraða málum og að samband þeirra sé á toppnum hjá báðum, þrátt fyrir mikla fjarveru og tímamun. Hann segir þau leggja áherslu á samskipti í gegnum skilaboð og símtöl, en um þessar mundir aðskilur Atlantshafið parið þar sem Kelce er staddur í æfingabúðum með liðsfélögum sínum úr Kansas City Chiefs í Bandaríkjunum og Swift er á tónleikaferðalagi um Evrópu.

Vinur parsins greindi einnig frá því að stjörnuleikmaðurinn elski að koma Swift á óvart með því að senda henni blóm og gjafir, hvar sem hún er stödd í heiminum. „Samband þeirra er ólíkt öllu sem þau hafa upplifað áður.“

Allt fyrir ástina

Eins og áður sagði opinberaði parið samband sitt í september á síðasta ári þegar söngkonan sást hvetja Kelce til dáða á Arrowhead-leikvangnum í Kansas City í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hún verið dugleg að mæta á leiki í NFL-deildinni og lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á úrslitaleikinn í Ofurskálinni þar sem Kelce og liðsfélagar hans í Kansas City Chiefs nældu sér í meistaratitilinn.

Kelce hef­ur einnig sést á ótal tónleikum stórstjörnunnar víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar