Þekktur leikari grunaður um heimilisofbeldi

Michael Madsen er vel þekktur í Hollywood.
Michael Madsen er vel þekktur í Hollywood. Skjáskot/IMDb

Bandaríski leikarinn Michael Madsen var handtekinn aðfaranótt laugardags grunaður um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni DeÖnnu Madsen. Leikarinn er sagður hafa hrint henni. 

„Ósætti kom upp á milli Madsen og eiginkonu hans og verður það vonandi leyst á jákvæðan hátt,“ sagði kynningarfulltrúi leikarans við tímaritið Variety

Madsen, best þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Reservoir Dogs, Kill Bill, Thelma & Louise og Free Willy, var sleppt úr haldi eftir að hann greiddi 20.000 bandaríkjadali, eða því sem samsvarar tæplega þremur milljónum íslenskra króna, í lausnargjald.

Madsen, 66 ára, kvæntist eiginkonu sinni árið 1996. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir