Trump birti falsaðar stuðningsyfirlýsingar frá Swift

Donald Trump vill í forsetastólinn aftur.
Donald Trump vill í forsetastólinn aftur. Samsett mynd

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, birti fjöldann allan af fölsuðum stuðningsyfirlýsingum frá poppstjörnunni Taylor Swift og fjölmennum aðdáendahóp hennar sem kallaður er „Swifties“.

Stuðningsyfirlýsingarnar birtust á samfélagsmiðlasíðunni Truth Social sem er í eigu Trump Media & Technology Group.

Gervigreind, eða Artificial Intelligence, var notuð til að útbúa auglýsingar sem meðal annars sýna aðdáendur bandarísku tónlistarkonunnar klædda bolum með áletruninni „Swifties for Trump” og einnig mynd af Swift í líki Sáms frænda, eða Uncle Sam, sem hefur lengi verið einhvers konar táknmynd Bandaríkjanna.

Óljóst er hvort Trump hafi vitað að auglýsingamyndirnar væru falsaðar, en upphaflega birtist færslan á samfélagsmiðlasíðunni X, sett fram í háði og spotti af notanda með netnafnið Amuse, sem merkti færsluna sem „satire“ eða satíru.

Swift, sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu þessa dagana, hefur ekki tjáð sig um stuðningsyfirlýsingarnar á samfélagsmiðlum né í fjölmiðlum en hún hefur í gegnum árin mótmælt stefnum Trumps og Repúblikanaflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugmyndirnar þyrlast í kringum þig og það er ósköp gaman. Þú hefur aldrei fengið neitt á eitthvað á silfurfati, það gerir þig bara sterkari.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugmyndirnar þyrlast í kringum þig og það er ósköp gaman. Þú hefur aldrei fengið neitt á eitthvað á silfurfati, það gerir þig bara sterkari.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir