Kaleo sló í gegn hjá Jimmy Kimmel

Jökull Júlíusson, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur í hljómsveitinni Kaleo.
Jökull Júlíusson, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur í hljómsveitinni Kaleo. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska hljómsveitin Kaleo kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi. Þar fluttu þeir lagið Rock N Roller af plötunni Kaleo sem kom út árið 2013 við frábærar undirtektir. 

Gestastjórnandi þáttarins, dragdrottningin RuPaul Andre Charles, kynnti hljómsveitina á svið, en í þættinum komu einnig fram leikarinn Colman Domingo og leikkonan Sanaa Lathan.

Kaleo hefur slegið í gegn um allan heim, en hljómsveitin hefur meðal annars hitað upp fyrir goðsagnirnar í hljómsveitinni Rolling Stones nokkrum sinnum, verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir besta rokkflutning ársins, átt tónlist í heimsfrægum þáttum á borð við Suits, Orange is the New Black og Grey's Anatomy og komið fram á stórum tónlistarhátíðum á borð við Coachella, Lollapalooza og Bonnaroo. 

Hljómsveitin hefur verið mikið á ferðalagi undanfarin ár og haldið eftirsótta tónleika um allan heim, en um þessar mundir er sveitin að hefja tónleikaferðalag um Norður-Ameríku og Evrópu sem mun standa út árið. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma. Þú varpar öndinni léttar þegar þú færð fréttir af ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Sigrún Elíasdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma. Þú varpar öndinni léttar þegar þú færð fréttir af ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Sigrún Elíasdóttir