Mannaveiðarinn seldist á ríflega milljón dali

Boba Fett hefur löngum notið mikilla vinsælda meðal aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna.
Boba Fett hefur löngum notið mikilla vinsælda meðal aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. AFP/Getty Images/Roy Rochlin

Eitt sjaldgæfasta leikfang í heimi seldist á mánudaginn á uppboði í New York-borg á 1.342.000 bandaríkjadali, eða sem nemur um 183,4 milljónum íslenskra króna.

Er leikfangið því í senn dýrasta leikfang sem selt hefur verið á uppboði, dýrasta Stjörnustríðs-leikfang sem selst hefur á uppboði og dýrasti hluturinn sem tengist Stjörnustríði sem ekki var notaður við framleiðslu Stjörnustríðs-kvikmyndanna.

Um var að ræða frumgerð af dúkku, sem framleidd var fyrir Kenner-leikfangafyrirtækið árið 1979, en dúkkan fór aldrei í almenna framleiðslu þar sem óttast var að fylgihlutir hennar gætu valdið skaða hjá börnum. 

Dúkkan sjálf var endurgerð af mannaveiðaranum Boba Fett, sem sást í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu í myndinni Gagnárás keisaraveldisins, (e. The Empire Strikes Back), sem kom út árið 1980. Áður en myndin kom út, hafði Kenner auglýst dúkkuna og lofað því að Boba myndi fylgja eldflaug, sem hægt væri að skjóta úr þartilgerðum bakpoka sem hann bar. 

Þegar leikfangið kom út, reyndist eldflaugin hins vegar vera föst á bakinu á Boba Fett, þar sem forsvarsmenn Kenner töldu víst að upphaflega útgáfan væri ávísun á skaðabótamál. Bæði gæti eldflaugin fest sig í hálsi barna, og svo þótti ekki öruggt að hún myndi ekki valda augnskaða, skytist hún í þau. 

Einungis 30 stykki voru framleidd af frumgerðinni sem um ræðir, og eru einungis þrjú þeirra ennþá til svo vitað sé. Þetta er í fyrsta sinn sem frumgerðin er boðin upp og var því mikil eftirvænting um hvernig uppboðið myndi fara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar