Danska huldukonan í máli Hague og Fury stígur fram

Danska konan sem Tommy Fury er sagður hafa haldið framhjá …
Danska konan sem Tommy Fury er sagður hafa haldið framhjá með í Makedóníu hefur nú stigið fram. Samsett mynd

Margir voru slegnir þegar Love Island-stjörnurnar Molly-Mae Hague og Tommy Fury greindu frá því að þau hefðu slitið trúlofun sinni í síðustu viku. Fury hefur verið sakaður um ítrekað framhjáhald og nú hefur ein kvennanna stigið fram.

Í fyrstu virtust sambandsslitin vera eins og þruma úr heiðskýru lofti, en nú hafa mikið magn af nýjum upplýsingum komið upp á yfirborðið sem mála skýrari mynd af málinu.

Strax í síðustu viku fóru sögusagnir á flug um meint framhjáhald Fury, en hann var sagður hafa haldið ítrekað framhjá Hague, þar á meðal með danskri konu þegar Fury var í fríi ásamt félögum sínum í Makedóníu. 

„Ég á kærasta heima“

Nú hefur danska konan stigið fram og greint frá sinni hlið á málinu, en hún heitir Milla Corfixen og er tvítug. Í viðtali við The Sun viðurkennir Corfixen að hafa skemmt sér með Fury á skemmtistað í Makedóníu, en neitar að hafa kysst hann. 

„Ég er stelpan, en ekkert gerðist. Við skemmtum okkur bara vel. Ég er dönsk en ég er líka héðan,“ segir hún. „Ég veit ekki hvað hann hefur verið að gera en einhver önnur hlýtur að hafa kysst hann. Ég á kærasta heima.“

Corfixen segist fyrst hafa hitt Fury á INClusive næturklúbbnum þar sem hann var ásamt öryggisverði sínum og vinum. „Ég talaði ekki við hann þar. Ég og vinur minn fórum framhjá þeim og öryggisvörðurinn sagði: „Ó, hæ!“ en ég þekkti nokkra af strákunum sem stóðu við hliðina á þeim og þeir heyrðu okkur tala ensku,“ segir hún. 

Þá segist Corfixen hafa séð Fury aftur á  barnum Cuba Libre, en þar hafi þau spjallað saman. „Eini klúbburinn sem við vorum saman á var Cuba Libre. Við hittumst þar með þeim. En ég var bara að spjalla við hann. Þeir buðu okkur á borðið hans og við skemmtum okkur og allt það. Við gerðum ekki neitt,“ segir hún. 

Fury hefur alfarið neitað ásökunum um framhjáhald, en Hague er sögð óttast að danska konan sé einungis toppurinn á ísjakanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er ekki flókin þegar báðir aðilar svífa um á bleiku skýi. Hættu að reyna að vera allt í öllu fyrir alla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Sigrún Elíasdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er ekki flókin þegar báðir aðilar svífa um á bleiku skýi. Hættu að reyna að vera allt í öllu fyrir alla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Sigrún Elíasdóttir