Dóttir Strahan laus við krabbamein

Isabella Starahan í faðmi fjölskyldunnar.
Isabella Starahan í faðmi fjölskyldunnar. Samsett mynd

Isabella Starahan, dóttir bandaríska sjónvarpsmannsins Michael Strahan, sigraðist á krabbameini fyrir tveimur mánuðum og er spennt að byrja aftur í háskólanum í Suður-Kaliforníu. 

Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna þegar Isabella, sem er 20 ára gömul, greindist með illkynja heilaæxli í byrjun árs. Lyfjameðferðin hefur hins vegar gengið vonum framar og í apríl varð henni ljóst að krabbameinsmeðferðin yrði styttri en læknar hennar gerðu ráð fyrir í upphafi. Þetta þýddi að hún myndi hafa nægan tíma til að hvíla sig og safna kröftum áður en háskólinn byrjaði aftur. 

Fyrir tveimur mánuðum síðar fékk fjölskyldan góðar fréttir frá læknateymi Isabellu sem greindi frá því að hún væri laus við krabbameinið. 

„Ég er svo glöð því ég hélt að ég yrði ekki búin fyrr en í lok júlí. Ég átti að klára sex lyfjaumferðir í heildina og þá hefði ég þurft að mæta í skólann beint eftir það. Núna get ég að minnsta kosti reynt að eiga sumarfrí og liðið betur,“ sagði Isabella.

Í gær deildi Isabella mynd af sér og móður sinni á Instagram þar sem þær voru mættar með bros á vör á háskólasvæðið.

Isabella er spennt að byrja aftur í skólanum.
Isabella er spennt að byrja aftur í skólanum. Skjáskot/Instagram

Styður þétt við bak dóttur sinnar

Faðir Isabellu hefur staðið þétt við bak dóttur sinnar í gegnum alla baráttuna en hann mætti með henni í morgunþáttinn Good Morning America í janúar þar sem þau sögðu frá greiningunni.

Í október 2023 fór Isabella að finna fyrir ógleði og hausverkjum sem endaði á því að hún fór að kasta upp blóði. Þá var henni komið fyrir á spítala í flýti þar sem faðir hennar þrýsti á að hún yrði send í allsherjar rannsókn. 

Aðeins nokkrum vikum seinna undirgekkst Isabella heilaskurðaðgerð sem fór fram daginn fyrir afmælið hennar.

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er ekki flókin þegar báðir aðilar svífa um á bleiku skýi. Hættu að reyna að vera allt í öllu fyrir alla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Sigrún Elíasdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er ekki flókin þegar báðir aðilar svífa um á bleiku skýi. Hættu að reyna að vera allt í öllu fyrir alla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Sigrún Elíasdóttir