Leikárið mun hreyfa við áhorfendum

„Við förum inn í nýtt leikár að springa af spenningi …
„Við förum inn í nýtt leikár að springa af spenningi enda margar frábærar sýningar á leiðinni,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. mbl.is/Eyþór

„Við för­um inn í nýtt leik­ár að springa af spenn­ingi enda marg­ar frá­bær­ar sýn­ing­ar á leiðinni. Síðasta leik­ár var ein­stakt, sýn­ing­arn­ar hrifu áhorf­end­ur og aðsókn í vor var sú mesta í manna minn­um. Það litar kannski að ein­hverju leyti þetta leik­ár að það eru óvenjumarg­ar sýn­ing­ar sem hafa notið mik­illa vin­sælda sem halda áfram,“ seg­ir Magnús Geir Þórðar­son þjóðleik­hús­stjóri innt­ur eft­ir kom­andi leik­ári.

Seg­ir hann leik­árið fjöl­breytt en megin­á­hersl­una vera á sög­ur um fjöl­skyld­una og lífið á Íslandi. „Þó að fókus­inn í vet­ur sé gjarn­an á heim­ilið og kast­ljós­inu sé beint að sam­bönd­um, hjóna­bönd­um, for­eldr­um og börn­um, þá end­ur­spegl­ar viðfangs­efnið heim­inn, heims­mál­in, stríð, frið og allt þar á milli. Ég held að þetta leik­ár sé frek­ar aðgengi­legt og ná­lægt áhorf­end­um á Íslandi í dag. Það er heil­mikið af gamni og skemmti­leg­heit­um en auðvitað drama líka sem hreyf­ir við okk­ur á til­finn­inga­leg­um nót­um.“

Fyrsta frum­sýn­ing­in á Stóra sviðinu verður í sept­em­ber þegar gam­an­leik­ritið Elt­um veðrið, sem bæði er leik­stýrt og samið af leik­hópn­um sjálf­um, verður frum­sýnt. „Hér er á ferð ótrú­lega fyndið og skemmti­legt gaman­verk sem end­ur­spegl­ar ís­lenska þjóðarsál. Við höf­um á til­finn­ing­unni að þetta muni hitta áhorf­end­ur í hjart­astað en við höf­um velst um af hlátri á tíma­bil­inu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að fremstu gam­an­leik­ar­ar þjóðar­inn­ar starfi við leik­húsið og því hafi verið til­valið að fá þá til að semja verkið.

„Marg­ir þeirra eru skáld að auki og hafa skrifað sjón­varps­serí­ur, leik­rit, ára­móta­s­kaup, Spaug­stof­una og fleira. Upp kom þessi frá­bæra hug­mynd hjá þeim að fylgja eft­ir vina­hópi sem hitt­ist einu sinni á ári í úti­legu og úr er að verða ótrú­lega skemmti­leg og fynd­in sýn­ing, mjög ís­lensk og neyðarlega kunn­ug­leg. Ég skal hund­ur heita ef þakið verður ekki að rifna af hús­inu af hlátra­sköll­um hérna fram eft­ir vetri.“

Tekið á brýnu mál­efni

Framtíðardraum­ar, hindr­an­ir, bar­átta og sigr­ar eru meðal þess sem haft er að leiðarljósi í Taktu flugið, bei­bí!, glæ­nýju verki eft­ir Kol­brúnu Dögg Kristjáns­dótt­ur, sem frum­sýnt verður í Kass­an­um í sept­em­ber en um er að ræða fyrsta verk höf­und­ar sem rat­ar á svið í at­vinnu­leik­húsi.

„Verkið er sjálfsævi­sögu­legt þar sem hún fjall­ar um æsku sína, fjöl­skyldu og leiðina til þess staðar sem hún er á í dag. Þetta verk er átak­an­legt á marg­an hátt þó það sé fullt af kó­mík. Ég les þetta verk sem hetju­sögu ungr­ar stúlku sem vann skóla­hlaupið þegar hún var lít­il, tekst á við það að neyðast til að hætta að hlaupa en held­ur ótrauð áfram,“ seg­ir Magnús Geir. Leik­stjórn og leik­mynd er í hönd­um Ilm­ar Stef­áns­dótt­ur en verkið ger­ist á Íslandi og spann­ar um fjöru­tíu ára tíma­bil. „Þarna er tekið á mjög brýnu mál­efni sem hef­ur verið mikið í umræðunni und­an­far­in ár um hvernig sam­fé­lagi við vilj­um búa í sem aðgrein­ir ekki held­ur býður öll­um upp á sömu tæki­færi og þátt­töku.“

Eins og þekkt er hefur Magnús Geir verið endurráðinn sem …
Eins og þekkt er hef­ur Magnús Geir verið end­ur­ráðinn sem þjóðleik­hús­stjóri til næstu sex ára eða allt til árs­ins 2030. mbl.is/​Eyþór

Jóla­sýn­ing­in verður venju sam­kvæmt frum­sýnd á ann­an í jól­um á Stóra sviðinu. Í ár er það verkið Yerma eft­ir Simon Stone, í leik­stjórn Gísla Arn­ar Garðars­son­ar, sem varð fyr­ir val­inu. „Þetta er ótrú­lega vel skrifað verk, nú­tíma­verk og nú­tíma­saga. Þetta er byggt á sam­nefndu verki Lorca, frá ár­inu 1934, og var frum­sýnt í London fyr­ir um sex árum. Hér er fókusað á sam­skipti í nán­um sam­bönd­um og líf nú­tíma­fólks.

Löng­un­in eft­ir að eign­ast barn verður að þrá, þráin að þrá­hyggju og þetta fer að snú­ast um það hvernig kona bregst við þegar lífið verður ekki við henn­ar heit­ustu bón.“ Seg­ir Magnús Geir um að ræða hratt og þétt verk sem minni um margt á Mayen­burg-þríleik­inn; Ell­en B., Ex og Ekki málið sem Þjóðleik­húsið sýndi á síðasta leik­ári. „Þetta er verk sem held­ur manni á sæt­is­brún­inni all­an tím­ann og mun ör­ugg­lega hreyfa við ís­lensk­um áhorf­end­um eins og það hef­ur hreyft við öll­um öðrum sem séð hafa verkið.“

Í lok janú­ar verður leik­ritið Heim,eft­ir Hrafn­hildi Hagalín, frum­sýnt í Kass­an­um og er því um að ræða fyrstu frum­sýn­ing­una á nýju ári. „Verk­in Yerma og Heim taka bæði á mál­efn­um fjöl­skyld­unn­ar en með gjör­ólík­um hætti. Það er mjög ólík­ur stíll á þess­um verk­um þó fjöl­skyld­an sé í for­grunni,“ seg­ir Magnús Geir.

„Hrafn­hild­ur Hagalín er eitt af okk­ar fremstu leik­skáld­um og hef­ur skrifað frá­bær verk í gegn­um tíðina. Síðustu ár hef­ur hún verið í leiðtoga­hlut­verki sem drama­t­úrg Þjóðleik­húss­ins en fer nú á ný í hlut­verk leik­skálds­ins og við erum svo hepp­in að fá að frum­sýna þetta ein­staka verk sem tal­ar svo sterkt til okk­ar á Íslandi í dag.“

Sjálf­ur sér Magnús Geir um leik­stjórn verks­ins en um er að ræða hans fyrsta leik­stjórn­ar­verk­efni í Þjóðleik­hús­inu. „Ég hlakka mikið til að leik­stýra á ný eins og ég gerði reglu­lega í stóli leik­hús­stjóra, bæði í Borg­ar­leik­hús­inu og í Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar,“ seg­ir hann og nefn­ir í kjöl­farið að hann hafi þó sett öll áform um leik­stjórn á ís meðan á heims­far­aldr­in­um stóð.

„Verkið ger­ist á einu kvöldi á heim­ili þar sem fortíðin bank­ar upp á og alls kon­ar óvænt­ir snún­ing­ar eiga sér stað. Þetta er feiki­lega vel skrifað og fal­legt verk en á sama tíma mjög spenn­andi og ótrú­lega fyndið. Þannig að þetta er fjöl­skyldu­drama eins og það ger­ist best og mun klár­lega hreyfa við okk­ur.“

Glæ­nýr ís­lensk­ur söng­leik­ur

Í fe­brú­ar er komið að frum­sýn­ingu á Stóra sviðinu á glæ­nýj­um ís­lensk­um söng­leik, Stormi, eft­ir þær Unni Ösp Stef­áns­dótt­ur og Unu Torfa­dótt­ur. Hér er á ferðinni verk sem tal­ar til ólíkra kyn­slóða um fyrstu stóru tíma­mót lífs­ins en í fyrri verk­um Unn­ar Asp­ar í Þjóðleik­hús­inu, verðlauna­verk­un­um Vertu úlf­ur og Saknaðarilmi, var sjón­um ein­mitt beint að mik­il­væg­um mál­efn­um í sam­tím­an­um.

„Það er nátt­úru­lega alltaf frétt þegar leik­hús­in ráðast í risa­stór­an söng­leik, hvort sem hann heit­ir Frost, Eitruð lít­il pilla eða eitt­hvað annað, en það er enn sjald­gæfara að um sé að ræða nýj­an ís­lensk­an söng­leik, hvað þá eft­ir korn­unga konu. Þetta er ný saga með nýrri tónlist eft­ir snill­ing­inn Unu Torfa­dótt­ur sem hef­ur átt al­veg ótrú­lega vin­sæl lög hér á landi á síðustu árum,“ seg­ir Magnús Geir og bend­ir á að text­arn­ir við lög Unu séu í senn djúp­ir og heiðarleg­ir.

Leik­stjórn er í hönd­um Unn­ar Asp­ar en í sýn­ing­unni hljóma þekkt lög Unu í bland við ný. „Unn­ur Ösp, sem hef­ur gert ótrú­lega hluti hér á síðustu árum, kom upp með hug­mynd að mjög flottri sögu sem bygg­ist svo­lítið á inn­taki nokk­urra texta Unu. Unn­ur skrif­ar sög­una og Una legg­ur til nokk­ur þekkt lög sem passa inn í sýn­ing­una og skrif­ar svo fjölda nýrra laga líka.“

Seg­ir Magnús Geir að um sé að ræða sögu um ungt fólk á Íslandi í dag en leik­húsið ræður inn fjölda ungra lista­manna til að taka þátt í sýn­ing­unni. „Auk Unu bæt­ast nýir og ung­ir leik­ar­ar við okk­ar leik­hóp og leika þessa sögu. Þarna er fókusað á fyrstu stóru tíma­mót lífs­ins, þegar við erum að taka fyrstu stóru skref­in út í lífið sem full­orðnir ein­stak­ling­ar.

Nám­inu er lokið, við erum að finna okk­ur lífs­föru­naut, ákveða hvað við ætl­um að verða, hvort við ætl­um að eign­ast börn og þar fram eft­ir göt­un­um en þetta er tíma­bil sem ein­kenn­ist oft af svaka­legu róti, stór­um til­finn­ing­um, mik­illi ást og ástríðu en einnig stund­um af von­brigðum og átök­um.“

Tek­ur hann fram að söng­leik­ur­inn end­ur­spegli allt þetta lit­róf og því sé um að ræða mik­inn til­finn­inga­rúss­íbana. „Þetta er mjög nú­tíma­legt verk sem all­ir tengja við, ung­ir og þeir sem eldri eru, og tónlist sem höfðar til flestra enda er Una Torfa­dótt­ir vin­sæl hjá öll­um ald­urs­hóp­um.“

Viðtalið í heild sinni má lesa á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Viðleitni þín til þess að hjálpa ættingja gengur ekki alveg sem skyldi. Gefðu þér góðan tíma til þess að undirbúa orðin sem þú vilt koma frá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Viðleitni þín til þess að hjálpa ættingja gengur ekki alveg sem skyldi. Gefðu þér góðan tíma til þess að undirbúa orðin sem þú vilt koma frá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir