Málverkið fauk út í veður og vind

„Fyrst var þetta högg en fljótt sá ég í þessu atviki ákveðna fegurð,“ segir myndlistarmaðurinn kunni Tolli Morthens sem lenti í heldur óvenjulegu atviki á dögunum. Ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is Árni Sæberg varð vitni að atvikinu.

Tolli hefur að undanförnu farið nokkrar ferðir og málað úti í náttúrunni líkt og Kjarval og fleiri gerðu á sínum tíma en Tolli er að undirbúa sýningu á Menningarnótt þar sem hann sækir efniviðinn í Kerlingarfjöll og Landmannalaugar. 

„Við Árni Sæberg ákváðum að fara í ferð þar sem ég myndi reyna að mála eina mynd til viðbótar fyrir opnun sýningarinnar. Við fórum upp á hrygginn fyrir ofan Frostastaðavatn. Ég kom mér fyrir í hraungjótu með útsýni sem er eins og að sitja á efstu svölum í himnaríki og horfa yfir sviðið. Þar sjást Landmannalaugar, eyrarnar og allt. Ég náði góðum spuna og Árni tók myndir. Okkur þótti dagsverkið gott og settum málverkið aftan í bílinn. Við keyrðum sem leið lá Landmannaleið en eins og gefur að skilja hristist bílinn töluvert á malarveginum.

Tolli með málverkið sem um ræðir og er nú glatað.
Tolli með málverkið sem um ræðir og er nú glatað. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir nokkra keyrslu stoppuðum við þar sem Árni vildi taka ljósmynd. Árni fór aftur fyrir bílinn og sagði áhyggjufullur: „Þetta er ekki gott.“ Hann sagði mér að koma og þá var engin mynd í bílnum. Hlerinn aftan í hafði fallið niður og vindurinn gripið myndina.“

Lengri frásögn Tolla og viðbrögð hans við óhappinu er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun ásamt þremur myndum frá Árna úr ferðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir